Æskan - 01.10.1990, Side 16
Um knattspyrnu
Kæra Æska!
Gætuð þig birt þátt um
knattspyrnu og haft myndir af
innlendum og erlendum
knattspyrnumönnum?
Benpdikt II. Hermannsson,
Reykjavík.
Hæ, kæra Æska!
Mér finnst mjög gaman að
blaðinu og að vera áskrifandi.
hið mættuð birta meira um
knattspyrnu, t.d. segja frá
landsliðinu.
Ilaukur Olafsson.
Svar:
Þetta er tekið til athugunar.
Raunar er farió mörgum orðum um
knattspyrnu í íþróttadálkum
dagblaðanna og erfitt er fyrir okkur
að bæta um betur því að geró
tímarita tekur langan tíma og allar
fréttir eru orónar nokkuð gamlar
þegar þær birtast.
Við höfum hins vegar tekið
viðtöl við ýmsa af ágætum
knattspyrnumönnum og stundum
hafa veggmyndir af þeim fylgt
blaóinu. Svo veróur áfram.
Kanínur
Halló, Æskupóstur!
Eg á tólf kanínur, fjögur karl-
dýr, sex kvendýr og tvo unga.
Mér finnst þeir mjög sætir. Eg
er mjög hrifin af þættinum,
Dýrin okkar. hess vegna spyr ég
ykkur hvort þið viljið birta eitt-
hvað um kanínur, að minnsta
kosti veggmynd?
Að lokum langar mig til að
spyrja hvar þið fáið skrýtlurnar.
Linda (10 ára) og kanínurnar.
Svar:
Vió munum fjalla um kanínur -
sennilega í vetur. Skrýtlurnar þýóum
vió oftast úr norsku en sumar finn-
um vió í gömlum Æskublöðum.
Viltu færa þig ...
Kæra Æska!
Ég sendi þér skrýtlur:
Stína: Mamma! Krakkarnir
segja að þú sért eins og tófa í
framan.
Mamma: Láttu það ekki á þig
fá, yrðlingurinn minn!
- Hvað sagði Maggi maur
þegar Júmbó fíll settist á hann?
- Viltu færa þig yfir á hitt
lærið!
- Hvað sagði grísinn við
innstunguna?
- Hafa þeir múrað þig inn í
vegginn, veslingur!
Ein úr Breiðlwltinu.
Fimleikar og fleira
Kæra Æska!
Hvernig væri að hafa vegg-
myndir af dýrum eða fimleika-
fólki og öðru íþróttafólki en
ekki alltaf af rokkstjörnum eða
leikurum?
Ég hef mikinn áhuga á fim-
leikum. Er hægt að gerast á-
skrifandi að fimleikablaði?
Nóra.
Svar:
6. tbl. Æskunnar fylgdi veggmynd
af Atla Eðvaldssyni. Ymsir íþrótta-
menn hafa verió á veggmyndum
undanfarin ár. Þegar þú skrifaðir
bréfið höfðum vió ákveðið aó birta
myndir af dýrum í tengslum vió
þáttinn, Dýrin okkar.
Vió höfum tekið fimleikafólk tali
og gerum þaó eflaust aftur áður en
langt um líður. Ef til vill fylgir þá
veggmynd af viðmælanda okkar.
Hér á landi er ekki gefió út fim-
leikablað.
Af ýmsu tagi
Kæra Æska!
Ég er með nokkrar spurning-
ar:
1. Er hægt að fá sögu birta
undir dulnefni ef maður vinnur
smásagnakeppnina?
2. Viljið þið fjalla um Al-
annah Myles? Hvert er heimil-
isfang aðdáendaklúbbs hennar?
3. Mig langar til að eignast
pennavini frá Afríku- og Asíu-
löndum. Getið þið hjálpað
mér? Ég á um 50 pennavini í
Evrópu og Egyptalandi.
4. Getið þið ekki fjallað ein-
hvern tímann um sauðkindina
fyrst þið eruð byrjuð með dýra-
þátt? Eða er þetta bara gælu-
dýraþáttur?
5. Viljið þið segja frá leikur-
unum C. Thomas Howell, Rod-
ney Harvey og Elisabeth Shue?
Mýsla.
Svar:
1. Við hljótum aó geta um nafn
sigurvegara í smásagnakeppninni.
Hann fær að launum ferð til höfuð-
borgar Bandarikjanna en frá veró-
launaferðum hefur jafnan verið sagt
í Æskunni og birtar myndir af feróa-
löngunum.
Hugsanlegt er aó nefna ekki nafn
aukaverólaunahafa og birta sögu
hans undir dulnefni.
2. Beiðni hefur verið komið á
framfæri vió umsjónarmann Popp-
þáttar.
Heimilisfangið er: Alannah Myles
Fanclub, 75 Rockefeller Plaza, NeW
York, NY 10019, U.S.A.
3. Þú ættir að gerast félagi í ab
þjóðlegum pennavinaklúbbi. Heim-
ilisföng nokkurra þeirra hafa verið
birt nýlega í Æskunni. Raunar höf-
um við líka birt nöfn unglinga i
þessum álfum. (Flettu nokkrum
tölublöðum ...) Eflaust vilja einhverj-
ir aðstoða þig. Þar sem þú kaust aó
láta birta bréfió undir dulnefni en
skýrðir okkur frá nafni og heimihs-
fangi skulum vió vera milligöngu-
menn.
4. Þetta er ekki einungis g®lu-
dýraþáttur. Stefnt er aó því að fjalla
einnig um húsdýr og jafnvel önnur
dýr.
5. Ég hef áóur nefnt aó ekki er
unnt að verða vió öllum beiðnum
um frásagnir af þekktu fólki ...
Myndir af
þeim ungum
Kæri Æskupóstur!
Ég er með tillögu um efni
blaðsins. Hvernig væri að birta
myndir af frægum mönnum is-
lenskum (og erlendum ef hægt
er) þegar þeir voru „litlir"; til ad
mynda eina mynd af þeim átta
ára, aðra fjórtán ára, þriðju
átján ára og loks eina nýja. Eg
veit að marga fýsir að vita
hvernig „hetjurnar" þeirra litu
út á unga aldri.
16ÆSKAN