Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1990, Síða 26

Æskan - 01.10.1990, Síða 26
Knáir krakkar í sögulegri fjallaferð Framhaldssaga eftir Iðunni Steinsdóttur. Búi og Hrói hafa fundið ferða- tœki Búa - og Víðbláin! Þeir hafa farið til Teds og Heru og beðið þau að fara með sig til byggða. Hera leggur til að þau Ted fari með steininn en krakkarnir verði eftir svo að Skeggja og Snúð gruni síður að ekki sé allt með felldu. Strákarnir fallast á það. Meðan þessu fer fram rœðast Lóa og Pétur við í tjaldinu ... Pétur - eða hvað? Það er óhugur í Lóu þegar Hrói og Búi eru horfnir út í regnið og storm- inn en eftir situr hún með strák sem hún þekkir ekki neitt en veit að er meira en lítið skrýtinn. Og í næsta tjaldi eru bófar með byssu. - Hvað er það sem þú vilt segja mér? spyr hún og lítur á Pétur. - Ég veit ekki hvað ég á að gera, segir Pétur og beygir af. - Ekki nú fara að skæla, Pétur minn. Þá geturðu aldrei sagt mér hvað er að, segir Lóa. - Ég veit ekki hver ég er! - Veistu ekki hver þú ert? - Nei, ég veit ekkert og man ekk- ert. Lóa hugsar sig um. Nú er best að fara varlega. Hera var búin að segja henni að Pétur segði skrýtnar sögur. - Eitthvað hlýtur þú að vita. Segðu mér nú alit af létta, segir hún hægt. - Það er svo lítið að segja. - Hvað ertu gamall? - Ég veit það ekki. Ég man ekkert annað en það að fyrir þremur dögum vaknaði ég af svefni og þá sat ég í bílnum hjá Heru og Ted og við vorum á leið hingað. Þau töluðu við mig eins og þau þekktu mig og þegar ég spurði þau hver ég væri sögðu þau að ég héti Pétur og ætti að vera með þeim í nokkra daga. - Manstu ekkert hvað var áður? - Nei ekki nokkurn hlut. Ég er svo hrædd um að ég sé...... - Sért hvað? - Sé .. geðveik .. - Geðveikur. Nei, það held ég ekki. En þú hefur misst minnið. Eitt- hvað hefur komið fyrir þig og Ted og Hera hljóta að vita hvað það er. Af hverju spyrðu þau ekki? - Ég treysti þeim ekki. - Pétur minn, þér er óhætt að treysta Ted og Heru. Þau eru svo góð. - Þau þekkja mig ekkert. - Hvaða della, þau hafa þekkt þig síðan þú varst lítill. - Það getur ekki verið. - Hvers vegna ekki? Lóa er að verða þreytt. Hana langar meira út til Hróa og Búa en að sitja hér og hlusta á þessa óra í Pétri. - Ef þau þekktu mig svona vel mundu þau vita..... - Vita hvað? - Að ég heiti ekki Pétur! - Ha, heitirðu ekki Pétur? - Nei. - Hvað heitirðu þá? - Ég veit það ekki. En ég get bara alls ekki heitið Pétur. - Hvers vegna ekki? - Af því að ég er stelpa. - Ertu stelpa? -Já. Lóa horfir á þennan Pétur eða ekki Pétur. Hún veit ekki hvaðan á hana stendur veðrið. - Af hverju ertu þá svona alveg eins og strákur? - Ég veit það ekki. Fyrst trúði ég þeim og hélt að ég væri strákur. Svo sá ég að ég var stelpa og þá varð eg svo rugluð. - Pétur minn, ertu að segja satt? spyr Lóa. Hún vill helst ekki trúa þessari sögu. - Já, alveg satt. Á morgun ætla Hera og Ted að fara og ég vil ekki fara með þeim. Ég er svo hrædd. Ma ég vera eftir hjá ykkur? - Mín vegna ef Ted og Hera leyfa það. Ég bara skil þetta ekki, segir Lóa og er hugsi. 26 ÆSKAN

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.