Æskan - 01.10.1990, Blaðsíða 28
essa
Hverjir
ráða?!
í vor á að kjósa til þings.
Finnst þér leiðinlegt að
mega ekki kjósa? Ég gæti í-
myndað mér það. Nú þætir
Æskan úr því! Við þúum til
nýja stjórn saman! Auðvit-
að verður það ekki alvöru-
stjórn - við látum fólk á
kosningaaldri um það.
Þetta verður gamanstjórn
og glettilega góð stjórn!
Kamratposten í Svíþjóð
og Norsk Barneþlad í Nor-
egi hafa raunar Ifka leyft
lesendum sínum að velja
þá sem þeir vildu að réðu.
Frændsystkini þín á Norð-
urlöndum brugðust fljótt og
vel við. Þau höfðu að sjálf-
sögðu aðrar skoðanir en
fullorðna fólkið og völdu
því margt fólk sem ekki
hafði tekið þátt í stjórnmál-
um. Engan þarf að undra að
niðurstaðan varð bráð-
skemmtileg.
„Ráðherrarnir" okkar
eiga að stjórna þannig að
hér verði skemmtilegt, frið-
samt, réttlátt og indælt
þjóöfélag - sem tekur tillit
til þarfa og óska barna. Þú
28 ÆSKAN
Aðalrádherra:
Barnaráðherra:
Friðar-ráðherra:
Lestrar-ráðherra:
Skemmtiráðherra:
Málverndar-ráðherra:
íþróttaráðherra:
Matar-ráðherra:
Tónlistar-ráðherra:
Náttúruverndar-ráðherra:
Réttlætisráðherra:
Vasapeningaráðherra:
Annarra-peninga-ráherra:
Umferðar-ráðherra:
Heilbrigðis- og bindindisráðherra:
Fjör- og frækniráðherra:
Dýraverndarráðherra:
Foreldramálaráðherra:
Nafn og aldur
Heimils- og póstfang
Sendist Æskunni - Hverjir eiga að ráða - pósthóif 523, 121 Reykjavík.
mátt velja hvern sem þú
vilt, ekki endilega stjórn-
málamenn. Það þarf reynd-
ar ekki einu sinni að vera
fólk - það geta verið per-
sónur úr bókum, teikni-
myndasögum og kvikmynd-
um. Sem lestrar-ráðherra er
tilvalið að velja rithöfund
sem þú hefur dálæti á - eft-
irlætisíþróttamaðurinn á
skilið að verða íþróttaráð-
herra! Aðalatriðið er aó þú
treystir þeim sem þú velur
til að stjórna á þann hátt
sem þú sættir þig við!
Við nefnum ráðherrana
ekki alveg sömu nöfnum og
í ríkisstjórn íslands. Þann
sem stjórnar og kveður aðra
til fundar köllum við aðal-
ráðherra. Honum til að-
stoðar eru til að mynda
barnaráðherra, skemmtiráð-
herra, matarráðherra, tón-
listarráðherra og íþróttaráð-
herra.
Tíu þátttakendur fá að
launum þrjár útgáfubækur
Æskunnar hver, að eigin
vali. Þú verður með, er það
ekki? Þá skrifar þú lista eins
og sýndur er hér til hliðar
og sendir til Æskunnar,
pósthólf 523, 121 Reykja-
vík. Bréfið skal merkja:
Hverjir eiga að ráða? Þu
mátt gjarna skýra með
nokkrum orðum af hverju
þú velur þá sem skipa
stjórnina þína. Þú mátt
bæta ráðherrum við listann
ef þér þykir ástæða til og
sleppa þeim embættum
sem þér finnst erfitt að velja
fólk í.
Skilafrestur er til 31. des-
ember 1990. Úrslit „kosn-
inganna" verða birt í 1- tbl.
Æskunnar 1991. Við getum
ekki bannað þér að klipp3
listann úr blaðinu og senda
hann en mælum meö þvi
að þú útbúir annan seðil.