Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1990, Qupperneq 32

Æskan - 01.10.1990, Qupperneq 32
Dyr í dulargervi Umsjón: Óskar Ingimarsson Við höfum flest lesið sögur eða horft á kvik- myndir þar sem menn dulbúa sig af ýmsum á- stæðum, jafnt í góðum og illum tilgangi. Oft hafa miklir snillingar verið þar að verki en jafnvel þeir færustu hafa ekki náð eins langt og sumar dýrategundir þar sem náttúran sjálf kemur við sögu. Sjálfsvörn er megin- ástæða þess að dýr taka á sig dulargervi eða fara í felubúning eins og það er oftast kallað. Þau eru að verjast árásum ann- arra dýra sem yfirleitt eru bæði stærri og sterk- ari og þau gætu engan veginn ráðið við með öðru móti. Mestu mein- leysisdýr verða t.d. útlits eins og hættulegar teg- undir þegar óvinur nálg- ast. Sem dæmi má nefna að sumar flugur líta út eins og vespur með eit- urbrodd og fæla þannig fugla frá. Og það í eitt skipti fyrir öll því að fuglarnir forðast þær jafnt og hættu legu tegundirnar eftir það. Algengasta aðferðin er að nota svo kallaða varnar- eða feluliti sem falla svo vel inn í umhverfið að erfitt er og oft illmögulegt að greina dýrið frá því. Er þá ýmist um að ræða liti sem dýrin bera árið um kring eða þau breyta um lit eftir árstíðum. Dæmi um þá fyrr- £ nefndu eru rendur sebrahesta eða í1 blettóttur búningur ýmissa rándýra sem mest eru á ferli í kjarr- eða skóg- lendi þar sem skil Ijóss og skugga eru Koparspinnir (fiðrildi). Erfitt er að sjá annað en þetta sé lauf á tré. skörp svo að birtumynstrið og lita- mynstur dýranna upphefur hvort ann- t) að. Dýr í heimskautalöndum eru oft hvít til að þau sjáist síður á snjó- eða ísbreiðunni. Margir fuglar skipta um búning þegar vetrar og landið í kring breytist og er rjúpan þar nærtækt dæmi. ^ Merkileg er hæfni sumra dýra sem C búa í trjám, og þá ekki síst skordýra, til ^ að felubúa sig þannig að þau sýnast hluti af þeim stað þar sem þau halda sig. Sumar bjöllur verða t.d. eins og barkarflögur á tré, bæði að lögun og áferð. Skordýr, sem kall- ast blaðglæmur, verða nauðalík laufi þegar þau leggja saman vængina. Ormur sýnist sproti á grein þegar hann reisir sig upp á endann. Og fleira mætti nefna. Lík- ingin verður þó enn meiri en ella ef dýrið hreyfir sig ekki þegar ó- vinur nálgast enda er það háttur þeirra teg- unda sem treysta alger- lega á þessa varnarað- ferð. Mörg dýr í sjó eru líka dugleg við að felu- búast, ekki síst fiskar sem halda sig við botn og breyta um lit eftir umhverfinu. Ýmis lægri dýr sjávar kunna einnig þá list. Ekki bregða öll dýr sér í dulargervi í varnar- skyni. Sum nota feluliti til að blekkja bráðina. Svo er t.d. um sumar slöngur sem halda sig ' trjám og öðrum gróðri og eru margar baneitraðar. Þær geta líkst blöðum eöa greinum og jafnvel blómum! Þegar eitthvert vesalings dýrið glefsar í þetta til að fá sér gómsætan bita hittir það fyrir hina verstu mein- vætti og á sér þá sjaldnast undankomu auðið. Sjálfsagt er enn margt órann- sakað í sambandi við felubúning dýra og hér hefur aðeins verið drepið á nokkur atriði. Kannski eiga menn eftir að uppgötva nýjar dýrategundir sem hafa leynst augum þeirra í dulargervi. 36 ÆSKAN

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.