Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1990, Page 43

Æskan - 01.10.1990, Page 43
Verið heiðarleg og hafið trú á sjálfum ykkur. Segið NEI við fíkniefnumi' Hlustar þú mikió á tónlist? Já, ég get ekki sagt annað. Ég var nú til skamms tíma með þætti í Ríkis- útvarpinu þar sem ég lék aðallega fal- lega, sígilda tónlist. Hefur þú lært á hljóðfæri? Nei, því miður. Hvers konar tónlist líkar þér best? Ætli ég verði ekki að viðurkenna að ég er óperuaðdáandi. A hvaða tónlistarmönnum hefur þú mest dálæti? Tvímælalaust Mozart, Verdi og ekki síst Puccini - af þeim sem látnir eru. Ég hef dálæti á öllum góðum tenór- söngvurum. Ég get ekki gert upp á milli Pavarottis, Domingos og Kristjáns Jóhannssonar. Peireru frábærir! Attu gæludýr? Já, fjölskyldan á kött sem er nýbú- inn að eignast fjóra kettlinga. Við eig- um líka hinn fræga páfagauk Pása sem margir kannast við. Hann er stundum með Afa á laugardagsmorgnum ... Hvaða mann langar þig mest til að hitta? Eiginmann Margrétar Thatcher. Ég held að honum leiðist svo mikið ... Hvert langar þig til að ferðast? Til Egyptalands. Ertu kvæntur? Áttu börn? Já. Kona mín heitir Guðrún Þórðar- dóttir. Hún er lærð leikkona og sér nú um barnaefni á Stöð 2. Við eigum dóttur sem heitir Halla Björg. Hver er eftirlætisleikari þinn? Páfagaukurinn Pási. Verður Spaugstofan með þátt í Sjón- varpinu í vetur? Já, líklega eftir áramót. Verður leikritið, Örfá sæti laus, sýnt í allan vetur? Vonandi! Hafið þið í Spaugstofunni eitthvað annað á prjónunum? Já, já. Ýmislegt. Áttu einhver heilræði að gefa krökk- um? Verið heiðarleg og hafið trú á sjálf- um ykkur. Og - í öllum bænum - forð- ist fíkniefnin sem flæða hingað til landsins með ógnar hraða og erfitt er að ráða við. Segið NEI! ÆSKAN 47

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.