Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1990, Qupperneq 45

Æskan - 01.10.1990, Qupperneq 45
Hrafnirm eftir Arnþrúði Dagsdóttur 12 ára Yfir mjöllina flaug hrafninn. Hann settist tign- arlega á hrímaðan stein. Það var kalt. Hann hristi hausinn og horfði upp í himininn. Hann var fag- ur. Allt var fagurt á veturna. Samt kalt og dapur- legt. Einhvern veginn sorglegt. Kannski var feg- urðin fólgin í því. Og þó. Hann botnaði ekkerrt í þessu, vissi bara að það var kalt og fallegt. Það var byrjað að snjóa. Hvítum, stórum, hlý- legum jólasnjókornum. Hrafninn horfði á þau með eitthvað í sviþ sem enginn skildi. Síðan rauf hann kyrrðina með vængjaþyt og krunki. Og í snjókomunni flaug hann gegnum skóginn þar sem trén voru komin með hvíta blæju, fram hjá bústöðum mannanna þar sem enginn skildi neitt og enginn tók eftir neinu sem máli skipti, í átt til fjallsins. Yfir sjóinn og hólana í átt til fjallsins. í gjótu ofarlega í fjallinu beið hann eftir myrkr- inu sem kom og lagði svarta hulu yfir landið. Hann lokaði augunum og hvíldi sig dálitla stund. En þegar hann opnaði þau aftur var allt annar svipur yfir öllu. Uppi á himninum skinu stjörn- urnar og frostrósir glitruðu í kringum hann. Þá leit hann upp og táraðíst. Hvers vegna þarf feg- urð alltaf að vera svona sársaukafull? Hann sem stuttu áður hafði svifið um í hvítri paradís og ver- ið hamingjusamur stóð nú og horfði upp í himin- inn og grét. Myrkur og snjór. Loks teygði hann úr sér og harkaði af sér. Síð- an sofnaði hann. Hrafninn, sem margir segja að hafi engar tilfinningar, trú eða ást, sofnaði í snjónum. Og öllum var sama. Hann var einn. Einn í myrkri og snjó. í sinni eigin paradís í gjót- unni góðu. Og frostið kreppti að. Það var ekki lengur létt og saklaust heldur kalt og grimmt. Það lifðu ekki allir nóttina af. Frostið, snjórinn og myrkrið, sem honum fannst fallegt, deyddu hann. Og í morgunsárinu lá hann undir hvítri hulu. Hulu sem getur bæði hulið illt og gott eins og myrkrið. (Sagan lilaal aukaviðurkenningu í samkeppni Æskunnar og Barnaútvarpsins 1989) ÆSKAN 49

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.