Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1990, Síða 48

Æskan - 01.10.1990, Síða 48
Einföld afvötn u n eftir Munda „Nú leikur allt í lyndi—“ söng Halla um leið og hún skaust út á götuna. Hún var á ferð vestur í þorpið á skemmtun. Allmikið var farið að rökkva. Pegar hún nálgaðist ána sem skipti þorpinu í vestur- og austurhluta heyrði hún sagt drafandi róm. „Hvaða flýtir er á þér, stúlka. Lof- aðu mér að leiða þig. Mér þykir svo óskaplega gaman að tala við fallegar stúlkur. “ „Nei, kallaði hún á móti. Þú ert drukkinn eins og svín og átt nóg með þig, Fulli-Kobbi.“ Hún þekkti strax að þetta var hann, orðlagður fyrir óreglu og kvennaflangs, átti þrjú eða fjögur börn með jafnmörgum stúlkum. „Hvers konar önugheit eru þetta. Svona látið þið, þessar hofrófur," kall- aði hann þvoglumæltur á móti. “En bíddu bara við. Ég skal ná í skottið á þér og láta þig fá það sem þér kemur best.“ „Já, reyndu bara hvað þú getur,“ ansaði hún og tók á sprettinn vestur að brúnni yfir ána. Fulli-Kobbi herti á sér en var ó- stöðugur í spori og slagaði eins og æðarbliki á göngu, ákveðinn að ná ungu stúlkunni sem hlaut að vera eftir- sóknarverð. Þegar Halla kom að brúnni sá hún ekkert til Kobba og hallaði sér upp að gisnu handriðinu en brúargólfið var sleipt af ísingu. Brátt heyrði hún rnásið í honurn svo að nú flýtti hún för sinni á skemmtunina án þess að gefa honum gaum. Hann sá aftur á rnóti bráðina við brúarhandriðið og tók undir sig stökk þangað en gætti ekki að hversu brúin var hál. Hann skall flatur og rann á fullri ferð beint niður í brúarhylinn. Á yngri árunt hafði hann lært sund og var vel fær í þeirri íþrótt þótt hún hefði ekki verið æfð lengi. Þótt ölvaður væri tók hann ó- sjálfrátt sundtökin en barst með ár- straumnum nokkuð niður ána enda fullklæddur og í vetrarfrakka. Öðru hverju gat hann tyllt niður tánum en þegar fyrir honurn varð kaðalspotti er virtist standa upp úr vatninu með langa og trosnaða þræði greip hann um endann og gat vöðlað þráðunum utan um handlegginn. Taugin færðist að vesturbakkanum með blæstri þess er dró hana og virtist eitthvert ferlíki sem þunglanraðist á land nreð drunurn og mási. í ánni þótti Kobba taugin himna- sending en nú tók að kárna gamanið þegar hann gat ekki losað sig en ýrn- ist liljóp eða dróst á eftir bjargvættinni er hvataði för sinni. Þegar birti af ljósunum í þorpinu sá Kobbi að hann var bundinn aftan í ntannýga nautinu hans Árna í Hvammi. / í myrkrinu hafði það brotist út úr kofa sínum án þess að eftir væri tekið og rann á kúalyktina fyrir vestan þorpið. Á þungu skriði héldu þeir félagar vestur aðalgötuna og fólk hrökk frá felmtri slegið þar til kom að skemmti- staðnum. Þar stóð mannhringur fyrir. Hand- sömuðu rnenn bola og skáru á hala- hárin sem flækt voru um handlegg Fulla-Kobba og höfðu sumsstaðar skorið inn að beini. Kobbi var líka talsvert rnarinn og meiddur eftir ævin- týrið. Hann náði sér að fullu eftii' nokkurn tíma en áfengi smakkaði hann ekki eftir þessa merkilegu af- vötnun sem varð honum heilladrjúg- Hann fékk góða vinnu, varð farsæll heimilisfaðir og var aldrei síðan kall- aður Fulli-Kobbi (Islenskur stíll úr Hafradalsskóla frá 31■ jan. 1931. Höfundur: Ingimundur Ingi- mundarson, bóndi á Svanshóli í Stranda- sýslu )

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.