Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1990, Blaðsíða 50

Æskan - 01.10.1990, Blaðsíða 50
Kynþroskinn og „hitt" Kæra Nanna Kolbrún Ég á í meiri háttar vanda. Ég er nokkuö lagleg og ágætlega vaxin. En ég hef nánast engin I brjóst og ég er ekki komin á I það stig að fara á túr. Er hægt \ að gera eitthvað við því? Annað er þó enn þá verra. Ég er með strák sem heitir Z og er að verða 1 7 ára. Ég varð 1 3 ára um daginn. Hann hefur sofið hjá nokkrum stelpum undanfar- in tvö ár. Hann vill að við för- um að gera það og ég er hrædd um að hann segi mér upp ef ég neita. Á ég að segja já því að mig langar dálítið og nota smokk eða segja nei og segja honum upp ef hann fer að ybba i sig- Ef ég reyni að tala um þetta I við mömmu og pabba læsa þau I mig inni. Og ef hann hringir skella þau á og ég get bara hitt hann úti. Vinkona mín er jafn- vel verri. Hún segir að ég sé leiðinleg og segir mér að þegja þegar ég reyni að tala um þetta. Hún er nefnilega Iíka hrifin af honum eins og allar stelpurnar. Á ég bara að hætta þessu og byrja að vera með strák í mín- um bekk sem er hrifinn af mér. Ég er fremur vinsæl og get valið mér stráka en samt ... Þið verðið að birta þetta bréf y því að ég græt mig í svefn á ( kvöldin. \ Es.: Hvað lestu úr skriftinni? Samantha Fox. Svar: Kynþroskaskeiðið er þróunar- ferill þar sem allt tekur sinn tíma. Það eru fyrst og fremst hormónarnir sem stjórna þessum breytingum. Nudd og önnur húsráð koma ekki þar við sögu. Miðað við aldur þinn er kyn- þroskinn alveg eðlilegur og þú mátt búast við frekari breyting- um á næstu mánuðum og árum. í bréfi þínu kemur fram þó nokkur óþolinmæði. Það er engu líkara en þú ætlir þér að komast á undan sjálfri þér. Slíkt er aldrei mögulegt til lengdar og betra að sætta sig við sinn eigin takt og hraða. Þetta á við bæði um afstöðu þína til kynþroskans og vanga- veltnanna um það að sofa hjá stráknum sem þú ert með. Þú ert engan veginn tilbúin hvorki lík- amlega eða andlega til þess að sofa hjá. Að lifa kynlífi með ein- hverjum er ekki það sama og að fara í sturtubað eða fá sér sund- sprett, sérstaklegi ekki í fyrsta skiptið. Þú átt að hugsa þetta frá eigin forsendum en ekki óttan- um eða hótuninni um að hann segi þér upp ef þú lætur ekki að vilja hans. Unglingsárin eru á vissan hátt reynslutími eða æfingatímabil fyrir fullorðinsárin. I vináttu og ástarsamböndum kynnast ung- lingar eigin tilfinningum og lík- amlegum þörfum. Einnig lærist að taka tillit til annarra og þarfa þeirra. Þetta getur allt tekið sinn tíma og um að gera að stilla sig inn á að yfirleitt gefast önnur tækifæri þó að hlutirnir gerist ekki strax í dag. Fyrsta kynlífsreynslan er oft ansi lífseig í minningunni. Gullna reglan þar er að bera virðingu fyrir sjálfum sér og hefja ekki kynlíf fyrr en andlegur og líkam- legur þroski er nægur. Kynlíf er sett saman af mörgum flóknum þáttum eins og ást, hrifningu, kynhvöt og djúpu tilfinningalegu sambandi við gagnaðilann. Fátt af þessu er um að ræða í þvl samhandi sem þú ert nú í. Reyndu að njóta þess að þu ert vinsæl og getur valið úr ung- um piltum til þess að kynnast. Þegar aðstæður eru þannig er það enn frekari hvatning en ella til þess að láta ekki þvinga sig til neins. Skriftin er mjög læsileg en gæti borið vott um dálitla fljót- færni. 54 ÆSKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.