Æskan - 01.10.1990, Blaðsíða 51
Táknmál
ástarinnar
Kæra Æska!!
Ég vona að ruslafatan sé full
því að mig bráðvantar svör.
Þannig er mál með vexti að
ég er hrifin af strák sem er 14
ára (en ég er 1 3) og hef ég ver-
ið hrifin af honum í eitt ár.
I vetur hélt vinkona mín partí
og bauð hún mér og öðrum
krökkum, m.a. honum (köllum
hann C). Þegar G og vinir hans
komu labbaði hann strax að
mér og sagði lágt: „Hæ;"eins
og hann vildi ekki láta neinn
heyra það. í samkvæminu var
hann alltaf að horfa á mig en
leit strax undan þegar ég leit á
hann. Hann elti mig hvert sem
ég fór og hann var alltaf að
reyna að tala við mig. En ég er
ein af þessum feimnu og fór
alltaf. Þegar einhver stóð við !
hliðina á mér tróð hann sér við /
hliðina á okkur.
Eftir helgina starði hann á
mig allan tímann í skólanum
þegar hann var í augsýn. Við
erum mjög feimin hvort við
annað. Vinkonur mínar segja
að hann sé alltaf að sýna mér
hvað hann sé góður í fótbolta.
Hann togar mig alltaf að sér og
teynir að einangra mig.
Ég veit að þetta er langt og t
leiðinlegt bréf en ég verð að fá
svör. Ég er búin að þola þetta
nógu lengi. Hvað heldurðu að
þetta merki?
Madonna
Es.: Heldurðu að hann beri
sömu tilfinningu til mín? Hvað
lestu úr skriftinni? Hvað er ég
gömul?
Svar:
Það getur verið erfitt að ráða í
allar þessar merkjasendingar á
milli ykkar. Einhver gagnkvæm-
ur áhugi virðist vera á ferðinni. j
Eins og þú sjálf skrifar eruð
þió bæði feimin og meira um
óbeinar athafnir en oró ykkar á
milli. Ég held að þetta skýrist
með tfmanum. Það mikilvægasta
fyrir þig er að gera þér skýra
grein fyrir þínum eigin tilfinning-
um. Hann verður að taka ábyrgð
á sínum þætti. Þú skalt ekkert
vera að reka á eftir því en halda
þinu striki og sinna skólanum og
ahugamálunum eins og áóur.
Skriftin er skýr og skilmerkileg j
en málfar dálítið hátíðlegt á köfl- \
um. Þú segist vera 13 ára. Ég tek
það alveg trúanlegt.
Viðkvæm en skotin
Kæra Nanna Kolbrún
Ég er búin að skrifa svo oft I
áður að ég held að það saki
ekki að prófa einu sinni enn. Ég
vona að þetta bréf verði birt.
Helsta vandamál mitt er það að
ég fer yfirleitt að gráta ef eitt-
hvað er sagt við mig. Þegar ver-
ið er að banna mér eitthvað
sárnar mér.
Svo er annað! Ég er rosalega
hrifin af strák. Þegar við hitt-
umst í sundi fer hann alltaf að
kafa niður á botn og tekur utan /
um fæturna á mér en það er
bara skemmtilegt. Hann horfir
oft á mig. Það er eitt af því sem
ég skil ekki því að mér finnst ég
ógeðslega feit. Ég er 165 á hæð
og 57-60 kg en það segja allir
að ég sé mátuleg eða of mjó.
Heldur þú að stráksi sé hrif-
inn af mér? Aö lokum: Hvað
lestu úr skriftinni og hvað held-
uröu að ég sé gömul?
Vandrœðagemlingur
Svar:
Eitt af markmióum þessa
bréfaþáttar er að veita lesendum
blaðsins tækifæri til þess að
segja frá áhyggjum og öðru sem
þjakar huga og sál. Mörg bréf-
anna fjalla um það sama og það
er gott. Þá geta þeir sem skrifa
fengið staðfestingu á því að á-
hyggjur og vangaveltur þeirra
eru hliðstæðar og hjá öðrum
börnum.
Því miður er ekki hægt að
birta nema fáein bréf af þeim
sem berast þættinum. Það eru
því mörg börn sem hafa verið og
eru í þínum sporum, að hafa
skrifaó en ekki fengió svar við
bréfi sínu. En vonandi geta þeir
sem ekki fá svar nýtt sér eitthvað
úr svörum til hinna. Einnig er
gott ráð að gera eins og þú og
skrifa bara aftur.
Margir samviskusamir krakkar
glíma við grát og kökk í hálsin-
um ef þeir eru skammaðir eða fá
gagnrýni frá umhverfinu. Gagn-
rýni frá öðrum á framkomu og
verk er nauðsynleg fyrir alla til
þess að læra af. En ekki á öll
gagnrýni rétt á sér. Stundum er
henni beint að einhverju sem
hann getur ekki breytt og þá er
eðlilegt að manni sárni eins og
\ þú lýsir. En ef það gerist alltaf og
við hvaða árekstur sem er þá eru
viðbrögðin í ósamræmi við til-
efnið.
Þeir sem eru mjög samvisku-
samir og reyna yfirleitt að gera
sitt besta á öllum sviðum taka
oft mjög nærri sér ef það besta
reynist ekki nógu gott og gagn-
rýnin kemur engu að síður.
Þar af leiðandi getur verið gott
1 að staldra aðeins við þegar þú
finnur fyrir þessum viðbrögðum
og kanna hug þinn vel. Er hér
um réttmæta gagnrýni að ræða
sem hægt er að læra eitthvað af
eða er einhver ósanngirni á ferð-
inni?
Þannig getur þér lærst smátt
og smátt að tengja rétt viðbrögð
réttum aðstæðum.
Það bendir margt til þess að
strákurinn hafi áhuga á þér. Það
sakar ekkert aö fá skýrari vís-
bendingar samt og fara hægt í
sakirnar.
Ég giska á aldurinn 11-13 ára.
Skriftin er nokkuð fljótfærnisleg
en ég gæti trúað að þú værir
hreinskiptin og glaðleg í fram-
komu.
Meb kærri kveðju,
Nanna Kolbrún.
ÆSKAN 55