Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1990, Page 52

Æskan - 01.10.1990, Page 52
Elvis Presley kveður móður sína áður en hann heldur til Þýskalands. túlkuðu viðhorf ungs fólks til lífsins og tilverunnar. — Faðir rokksins, Chuck Berry, orti og söng um skólann (“School Days“), sætar unglings- stelpur („Sweet Little Sixteen44) og hæddist að dálæti eldra fólks á sígildri ,,æðri“ tónlist (“Roll Over Beethoven44). — Sviðsframkoma rokkaranna sýndi þörf þeirra fyrir að sanna sjálfstæði gagnvart hegðunar- mynstri fullorðna fólksins. Þeir stukku um sviðið, óku sér og skóku sig. Jerry Lee Lewis gekk svo langt að kveikja í píanóinu sínu í miðju lagi á hljómleikuin- — Rokkararnir gengu fram af fullorðna fólkinu. Fólk varð dauðhrætt við þessa villimenn. Ritskoðun, boðum og bönnuni var beitt til að reyna að stemma stigu við ósköpunum. — Inn í þetta blandaðist að rokkið var augljós samrum blökkuinúsíkur (blús) og sveita- músíkur hörundsljósra (kántn og hillbilly). A þessum árum var aðskilnaðarstefna svartra og hvítra að rofna í Suðurríkjum Bandaríkja Norður-Ameríku* Það gekk ekki átakalaust. Að- skilnaðarsinnar töldu hörunds- ljósa rokkara (Elvis og Jerry Lee Lewis) svikara og kölluðu þá „negrasleikjur44. Blökkufólki þótti sumu hverju sem Elvis og Jerry Lee væru að stela músík — Rokkbylting Chucks Berrys, Elvisar Presleys, Littles Ric- hards og síðar Jerrys Lees Lew- is stóð ótrúlega skamma hríð. Hún hófst 1955/’56. Tveimur árum síðar hvarf Elvis í banda- ríska herinn. Hann gegndi her- þjónustu í Þýskalandi næstu árin. Chuck Berry var varpað í fangelsi fyrir skattsvik. Litli Richard fór á geðveikrahæli. Og Jerry Lee Lewis var útskúfaður þegar hann gekk að eiga ná- frænku sína sem var aðeins 13 ára. — Rokkbyltingin var í raun afsprengi nýrrar aldursskipting- ar. Um þetta leyti varð ungling- urinn í fyrsta skipti til sem sér- stök kynslóð. Aður skiptist fólk aðeins í börn og fullorðna. — Rokkið var fyrsta músíkteg- undin sem var aðeins flutt af ungu fólki og einvörðungu fyrir ungt fólk. Rokksöngtextarnir voru fyrstu söngtextarnir sem Platters er líkast til eina „dú-vúbb“ söngsveitin sem almenningur man eftir. Pað er laginu „The Great Pretender“ að þakka (frá árinu 1955. Þá varþetta músíkafbrigoi þróttmeira og sálarkenndara (usoulu) en síðar varð) 56 ÆSKAN

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.