Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1990, Blaðsíða 55

Æskan - 01.10.1990, Blaðsíða 55
asta frá grænlensku metsölu- sveitinni Zikaza. Sáli n á einnig annað iag og hraðskreiðara en þetta á plöt- unni. Það er ,,tlæmigerðara,',■ og „fönkaðra44 Sálarlag, „Eg er á kafi“. I því lagi er gert grín að fornalílariireyfingunni „Nýöld". „Nýaldar“-fyrirbærið er sömu- leiðis viðfangsefni Nýrrar tlanskrar í laginu „Nostradam- us“. Ný dönsk á við sama vanda- mál að stríða og Sykurmolarnir: Fyrsta lag hljómsveitarinnar var svo vel heppnað að illinögulegt er að hæta um betur. Frumburð- ur Nýrrar danskrar, iagið „Hólmfríður Júlíusdóttir“, var eitt besta lag ársins 1988. Þó að „Nostradainus44 sé að inörgu leyti svipað lag þá er „Hólmfríð- ur“ enn þá aðal-fjöðrin í hatti Ný dönsku-drengjanna. Todmobile-tríóið á tvo lög á „Bandalögum“. Eins og lög Sál- arinnar er annað lagið hratt en hitt rólegt. Rólega lagið, „Brúð- kaupsdansinn44, kemur eigin- leikum Todmoliile betur til skila en iiitt, eiginleikum sem má rekja til náms þremenninganna i sígildri músik. Flutningur Tod- rciobiles er vandaður og yfirveg- aður, jafnt í létt „fönkuðu44 popprokkinu, sem og í hátíðar- messustíl. Tær óperu-raddbeit- ing Andreu er einstæð í inetnað- arfullri rokkmúsík. Friðrik Karlsson, gítarleikari Mezzoforte, blúsar án söngs lag sitt „Grasrótarblús44. Það lag er eins og hvert annað Mezzoforte- lag nema hvað hefðbundna hlúslaglínan kemur skýrar fram. Friðrik er jafnframt höfund- ur lagsins „Higii Season44. Það er aukalag á geisladisksútgáfu ^Bandalaga44. Hljóins veitin Mezzoforte er skráð flytjandi íagsins enda er þar um að ræða ósvikið Mezzoforte-djassrokk. Enskt nafn á frumsömdu lagi án sÓngs, flutt af íslenskri hljóm- sveit, er hallærislegt á íslenskri safnplötu. Hljómsveitin Loðin rotta (arftaki Riekshaw) getur betur en virðist af laufléttum popp- eokkslagaranum „Blekkingin44. Kari Orvarsson (úr Stuð- hompaníinu) keinur aftur á móti á óvart með ballöðunni „1700 vindstig44. Að vísu er Karl á inörkuin þess að vera væminn. Vel unnið viðlag og skær gítar- leikur halda ballöðunni réttu megin við strikið. Hljómsveitin Gal í Leó (arftaki Spilafífla/Grafíkur) fer sömuleiðis vel af stað með ,,fönk4*-rokklagið „Eg vil fara í frí44. Djúp og sterk scingrödd Sævars Sverrissonar fetar lipur- lega stíg á milli hristisöngstíls Davíðs Byrnes (Talking Heads) og titrandi söngstíls Brians Ferrys (Roxy Music). Auk Mezzoforte er Hjálpar- sveitin skrifuð fyrir aukalagi á geisladisksútgáfu „Bandalaga44. Lag Hjálparsveitarinnar heitir „Neitum að vera með44. Þar er spjótum beint gegn vímuefna- notkun. Helstu rokksöngvarar landsins skiptast á að syngja hinn Jiarfa boðskap: Neitum að vera með Jiegar vímuefni eru í boði! Túlkun Bubba Morthens, Eg- ils Olafssonar, Stefáns Hilmars- sonar, Stuðmanna o.fl. er í anda laga á borð við „We Are The World44 með U.S.A. For Afriea. Lag og texti Jakobs Magnússon- ar eru samt ekki nógu góð smíði. Góður boðskapur á betra skilið. Annað aðfinnsl u vert við „Bandalög44: Upplýsingar á plötu-umbúðum eru ójiægilega fáar. Svo að dæmi sé tekið J»á vantar upplýsingar um hverjir skipa hvaða hljómsveit, hverjir aðstoða J)á sem skráðir eru ein- ir á ferð, hvar lögin voru hljóð- rituð og hvenær. A innri hlið plötu-umslagsins er æskileg meðferð geisladiska tíunduð, in.a. á frönsku, ensku og J)ýsku. Eitthvað af þeim texta hefði auðveldlega getað vikið fyrir upplýsinguin um ílytjend- ur. Bestu lög: „Sú sem aldrei sef- ur44 (Bubbi) og „Brúðkaups- dansinn44 (Todmobile). Einkunn: 5,5 (fyrir lög), 1,5 (fyrir texta) og 6,0 (fyrir túlk- un)= 4,5 Halldóra, saxófónleikari Risaeðlunnar. Taumléius sköpunargleði Risa eðlunnnr Tttlll: Fame And Fosslls Flytjandl: Hl/ómsveltln Rlsaeðlan Útgefandl: Workers Playtime, Englandl I útbreiddasta poppblaði heims, hinu bandaríska Rolling Stone, er Jiessi fyrsta breiðskífa Risaeölunnar kölluö „víruð'4 (- weird = ævintýralega brjáluð) í jákvæðri merkingu. Bresku poppblöðin hafa tekið í svipað- an streng. NME titlaði plötuna „plötu mánaðarins44. Melody Maker valdi upphafslag plöt- unnar, lagið „Hope44, smáskífu vikunnar. Þá hefur bandaríska sjón- varpsstöðin MTV tekið upp á sína arma stakar myndbandsút- færslur á lögum Risaeðlunnar (svo sem áhorfendur gervi- hnattasjónvarps eru vitni að). Músík Risaeðlunnar er frain- andi. Aðal-hljóðfæri eru fiöla og saxófónn (í stað hefðbundinna gítara og hljómborða). Marimba, selló, og banjó skapa sömuleið- is ókunnuglegan blæ, sér í lagi vegna þess að öll efnistök eru að öðru leyti önnur en venja er í dægurmúsík. T.a.m. gætir tölu- verðra áhrifa frá arabískri Jijóðlagamúsík. Frekari skil- greining en þetta á músík Risa- eðlunnar er erfið. Þetta er ein- hvers konar blanda framúr- stefnu (avant garde), pönkrokks og ljúfrar nýbylgju. Helsta einkenni Risaeðlunnar er kannski taumlaus sköpunar- gleði, kraftur, fjör og sjálfstæð túlkun. Einn hlutur stingur samt í stúf: Það er að söngtextar skuli vera á ensku. Skýringin á enskunni er sú að plötunni er a;tlað að seljast á er- lendum markaði. Þetta er hæp- in kenning. I fyrsta lagi tjá söngvarar sig ætíð best á móður- inálinu. I öðru lagi verða söngv- arar, sein syngja á ensku, kjánalegir ef enska Jieirra er ekki lýtalaus. I Jiriðja lagi hefur ]>að hreinlega reynst metnaðar- fullu músíkfólki styrkur að syngja á eigin tungumáli, s.s. dæmi um Gipsy Kings frá Suð- ur-Ameríku og Grænu hlökku- konurnar frá Frakklandi sýna. Bestu lög: „Hope44, „Kindness And Love44 og „Boys Will Be Boys44. Einkunn: 7,5 (fyrir lög), 3,0 (fyrir texta) og 9,5 (fyrir túlk- un) = 7,0 ÆSKAN 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.