Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.05.1992, Qupperneq 8

Æskan - 01.05.1992, Qupperneq 8
„Það eiga allir aðyera sjálfstæðir og enginn á að herma eftir öðrum,“ segir nýkjörin fegurðardrottning íslands. Viðtal: Elísabet Elín apríl sl. var fegurðar- drottning íslands krýnd á Hótel íslandi. Hún heitir María Rún Hafliðadóttir og er 19 ára nemi í Menntaskól- anum við Hamrahlíð þaðan sem hún lauk stúdentsprófi í vor. Hún er glæsileg fyrirmynd æsku- fólks og hefur aldrei smakkað áfengi eða notað tóbak. Það vakti athygli þegar keppend- ur fegurðarsamkeppninnar voru kynntir að María Rún er fædd í Lúx- emborg og átti heima þar til tólf ára aldurs. Þá fluttist hún til íslands og hefur átt hér heima síðan. Ég spurði hana því fyrst hvaða tungumál hún hefði talað þeg- ar hún átti heima í Lúxem- borg: „Ég talaði frönsku og lúxemborg- armál og kennslan fór fram á þýsku. Enska er kennd unglingum frá þrett- án ára aldri. Svo var auðvitað töluð íslenska heima hjá mér.“ - Fannst þár ekkert erfitt að tala fjögur tungumál? „Nei, þegar maður er ungur er maður móttækilegur og á auðvelt með að læra." - Heldurðu enn þá sambandi við vini þína í Lúxemborg? „Já, þegar ég fer þangað þá hitti ég þá. Ég fer til Lúxemborgar á hverju ári.“ Fegurðardrottning íslands 1992, Mar- ía Rún Hatliðadótt- ir. - Ljósmynd: Hanna. „/ Lúxemborg er mikið um að krakk- ar séu lótnir skrifa margar blaðsíður í hegningarskyni... Það mætti tinna milliveg milli upp- eldisþar og hér.“ 8 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.