Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1992, Blaðsíða 19

Æskan - 01.05.1992, Blaðsíða 19
BORNIN OG UMFERÐIN Það er svo skrýtið á vorin. Þá er einhvern veginn eins og að börn skjótist fram á sjónar- sviðið og verði áberandi og auðvit- að setja þau skemmtilegan svip á umhverfið. Yfir veturinn verðum við ekki mikið vör við þau en um leið og sólin er farin að hækka á lofti birt- ast þau og á kvöldin kveða við hlátra- sköll og gleðilæti. Þá eru þau að leika sér. Börnin eru mikið úti á sumrin, á götum og gangstéttum. Þau eru á reiðhjólum, á hjólabrettum og gang- andi. Gleði og gáski skín út úr hverju andliti og allt virðist vera í góðu lagi. En allt í einu gleymir eitt barnið sér, á hjólinu eða á hjólabrettinu. Stund- um ter það nánast óafvitað út á götu og þarerógnin. Bílarnir, þessi stór- kostlegu farartæki, sem geta verið svo falleg og sakleysisleg þegar þau eru kyrrstæð, geta breyst í stór- hættuleg, já, lífshættuleg verkfæri ef sá sem stýrir sýnir ekki gætni. Og stundum dugar ekki gætni. Börn geta skotist fyrirvaralaust út á götu og þá kann hættan að vera á næsta leiti. Á HJÓU - MEÐ HJÁLM Reiðhjól - marglit, með mis- mörgum gírum. Næstum allir krakk- ar eiga hjól og stundum fer hópur- inn saman í hjólaferð. Öll börn þurfa að vita að fyrir reiðhjól gilda ná- kvæmlega sömu umferðarreglur og fyrir bíla. Það á að hjóla hægra meg- in sé hjólað á götunni og hjólreiða- menn mega hjóla á gangstéttum ef þeir taka fullt tillit til þeirra sem eru gangandi. En til að mega hjóla á götum verða börn að vera 7 ára, samkvæmt lögunum, en það er eig- inlega ekki hægt að mæla með því að yngri börnum en 10 ára sé leyft að hjóla úti á götu. Umferðin er svo mikil og verði óhapp er barn á reið- hjóli óvarið og mikil hætta á alvar- legum áverkum. En hvað getum við gert til að koma í veg fyrir að þeir verði mjög alvarlegir? Á síðustu árum sjáum við sífellt fleiri börn sem eru með hjólreiða- hjálma. Þessi hjálmar eru mjög fal- legir og marglitir og allir eiga að getafundið hjálm sem þeim hentar. I En hvers vegna nota krakkar hjálma? Þegar barn dettur á hjóli er talsverð hætta á að það meiði sig á höfði. Þessir höfuðáverkar geta orðið mjög alvarlegir. Sé barn, sem dettur, hins vegar með hjálm og fái það högg verður hjálmurinn oftast til hlífðar og stundum brotnar hann. Þannig tekur hann á sig höggið. Þess eru dæmi að börn sem hafa dottið af hjóli hafi dáið af högginu. Oft virðist samt slíkt óhapp vera smávægilegt en reynist síðan hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þess vegna eiga börn aldrei að vera úti að hjóla nema með hjálm. Hjálmarnir geta verið mjög léttir og þægilegir og þar að auki mjög fal- legir. Þess vegna ætti að vera eft- irsóknarvert að vera með hjálm. Það er góð regla að sjá til þess að hjólið okkar sé alltaf í góðu lagi. Við verðum að fylgjast með því að hemlar séu í lagi og öll öryggistæki í eins góðu ástandi og kostur er. BELTIN BJARGA Á sumrin eru börn líka oft á ferðalagi með foreldrum sínum, kannski í bíl. Þá þurfa allir sem í bílnum eru að muna eftir að spenna beltin. Það á jafnt við um ökumenn sem farþega á öllum aldri. Bílbelti hafa bjargað mörgum mannslífum og við getum skapað okkur öryggi með því að spenna þau þegar við leggjum upp í ferðalag, já, þó að við förum ekki nema nokkur hund- ruð metra. Spennum beltin í bflnum og notum hjálm þegar við erum á hjóli. Sigurður Helgason fulltrúi hjá Umferðarráði. Æ S K A N 7 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.