Æskan - 01.05.1992, Qupperneq 20
Akureyri ...
Iþróttirnar
I
SÆTI
Rætt við vinina Berg Má og
Halldór Jóhann
Viðtalið var tekið sumarið 1991
Þeir Bergur Már Bragason og
Halldór Jóhann Sigfússon
voru að leika golf á æfinga-
svæði KA á Akureyri þegar blaða-
maður Æskunnar spratt þar óvænt
upp úr jörðinni og leyfði sér að
trufla þá stutta stund.
„Það er engin knattspyrnuæfing
núna svo að við ákváðum að nota
tækifærið og spila golf,“ sögðu þeir.
Strákarnir kváðust grípa í golf-
kylfur annað veifið þegar veður leyfði.
Þeir eru vinir og skólabræður og jafn-
gamlir; 13 ára.
„Ég var að kaupa mér nýtt golfsett
og við erum að prófa það,“ sagði
Bergur. „Þetta er bara hálft sett með
sjö kylfum - en það er nóg fyrir mig.
Ég er aðeins byrjandi í golfi en hef í
hyggju að ganga í Golfklúbb Akur-
eyrar fljótlega. Hann er fyrir bæði
unga og aldna.“
Halldór er ekki heldur í neinu golf-
félagi. Hann ætlaði að ganga í það í
fyrra en hætti við. Hann sagði að
golfíþróttin yrði að vera aukaíþrótt
hjá sér því að mikill tími færi í að æfa
knattspyrnu og handknattleik.
„Ég æfi báðar greinarnar með 4.
flokki KA,“ sagði hann.
Bergur bætti við að það gerði
hann líka.
„Halldór leikur sem aðalmaður
með fótboltaliðinu - en ég er hins
vegar í b-liðinu,“ sagði hann. „En svo
erum við í sama liði í handboltanum."
- Er mikill rfgur milli fylgis-
m'
manna Akureyrarliðanna, KA
og Þórs?
„Já, það ber dálítið á því þegar
liðin eigast við. Þáfærist mikil harka
í leikinn."
- Er golfið ekki daufleg íþrótt
miðað við boltaíþróttirnar?
„Það er allt öðruvísi," svöruðu
piltarnir. „Þetta er kannski meira
spurning um tækni, að standa rétt
og halda rétt á kylfunni. Aðalatriðið
er að hitta kúluna vel. Það þarf að
ganga mikið í golfi svo að þetta er
góð líkamleg þjálfun ekki síður en
fótbolti og handbolti."
LÖGGILTIR UNGLINGAR
Bergur og Halldór eru í 8.
bekk í Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar. Þeir sögðu að það væru
dálftil viðbrigði að vera komn-
ir f gagnfræðaskóla eftir að
hafa verið f barnaskóla - og
þeim liði nú eins og þeir væru
orðnir löggiltir unglingar.
Halldór vinnur með skólanum, af-
greiðir bensín um helgar.
„Ætli ég fái ekki svona 10 þús-
und krónur í kaup á mánuði," sagði
hann.
„Það er ágætur vasapeningur."
- Truflar það ekki námið að
vinna með skólanum?
„Nei, nei, ekki ef maður sinnir því
vel, lærir strax og maður kemur heim
á daginn. Nokkrir fleiri vinna með
skólanum, t.d. krakkar sem bera út
blöð.“
- Hvernig er það, hjálpið þið
eitthvað til við heimilisstörfin?
Bergur: Já, ég ryksuga tvisvar
sinnum í viku, þvæ oft upp, fer í búð-
ir og sitthvað fleira. Ég fæ 600 krón-
ur í vasapeninga á viku í staðinn.
Það dugar mér alveg. Það er helst
að maður eyði í bíóferðir, sælgæti
og slíkt. í fyrrasumar var ég líka í
vinnu við að hirða garðinn hjá ömmu
minni og fékk dálitla viðbótar-vasa-
peninga fyrir það.
Halldór: Ég hjálpa líka svolítið til
heima hjá mér, t.d. við uppþvott. í
fyrrasumar hafði ég rúmar 1500
krónur í vasapeninga á viku en það
voru laun sem ég fékk greidd fyrir
að vera aðstoðarmaður hjá þjálfara
5. flokks í knattspyrnu.
- Áttuð þið ekki kost á neinni
unglingavinnu?
„Nei, það er búið að taka hana af
okkur og færa hana ofar í aldurstig-
ann. Hún stóð aðeins 14-16 ára
krökkum til boða.“
2 0 Æ S K A N