Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1992, Page 16

Æskan - 01.05.1992, Page 16
SVARTI ORMURINN OG RAUÐA RÓSIN eftir Sigurbjörn Sveinsson. Einu sinni var kóngur sem átti marga faxprúba fáka og fljótandi skip. Þúsund þjónar lutu boði hans og banni. Hann bjó í skrautlegri höll og átti fallega drottningu. En hann átti ekkert barn og olli það honum mikilli sorg. Loks kom þó að því að drottingin ól undur fagurt meybarn. Varð kon- ungur þá svo glaður að hann sló upp stórveislu og lét kalla saman alla vitringana í ríki sínu. Þeir áttu sem sé að spá íyrir hinu tigna bami. Vitringamir sátu lengi á ráðstefnu og urðu loks allir sammála. Var elsta vitringnum falib á hendur að lesa spádóminn upp fyrir konungi í áheyrn allra boðsgestanna og hóf hann mál sitt á þessa leið: „Dóttir ybar hátignar mun verða gædd öllum þeim kostum og dyggð- um er prýða mega unga kóngsdótt- ur. Líf hennar mun verða eins og al- heiður sólskinsdagur þangað til að hún er átján ára. En þá munu koma tveir kóngssynir, hvor úr sínu landi og biðja hennar. Hamingjan er með öðrum þeirra og kjósi dóttir yðar hann þá mun hún verða sælasta drottningin und- ir sólinni. Þá mun uppskeran verða ríkuleg. Þá mun indæll blómailm- ur fylla loftið. Þá munu allir bestu söngfuglar heimsins safnast saman í laufgræna lundinum hjá konungs- höllinni og vekja ungu konungs- hjónin með unaðsfögru kvaki á hverjum morgni. En óhamingjan eltir hinn og kjósi dóttir yðar hann þá mun hún verða vansælasta drottningin undir sól- inni. Þá mun uppskeran bregbast. Þá mun hvert blóm missa ilm sinn. Þá munu allir bestu söngfuglarnir hnípa þögulir á visnubum og krækl- óttum skógarhríslunum og þá munu ungu konungshjónin hrökkva upp við hrafnskrunk og kríugarg á hverj- um morgni. Bábum biðlunum má dóttir yðar ekki hafna því að þá verður ríkið konungslaust eftir yðar dag. Því mib- ur getum við ekki spáb lengra fram í tímann. Vér vonum að yðar há- tign virði oss það til vorkunnar. Vér höfum reynt að grufla og grufla lengra fram í tímann en það er eins og einhver hulin hönd breiði blæju fyrir augu vor. Það er eins og ein- hver rödd hvísli oss í eyra: „Hingaö og ekki lengra." Vitringurinn þagnaöi og horfði í gaupnir sér en konung setti deyrrauðan. Að vísu þakkaði hann vitringunum fyrir spádóminn en svo varð hann áhyggjufullur vegna hans að hann festi aldrei væran blund eftir þetta. Nú leið og beið þangað til kóngs- dóttir var orðin átján ára. Kóngur og drottning sáu varla sólina fyrir henni og allir lutu henni með lotn- ingu því að hún var svo góð og ynd- isleg að engin var slík kóngsdóttir í heimi. En nú er að segja frá því að einn góban veðurdag komu tveir kóngs- synir með fríðu föruneyti og báðu konung að gefa sér dóttur sína. Kóngurinn var alveg ráðalaus og vísaði þeim til hennar en hún bab um frest þangað til daginn eftir og var henni veitt sú bón. Kóngsdóttir lét óðara kalla sam- an alla vitringa ríkisins og bað þá fyrir hvern mun ab segja sér nú hvorn kóngssoninn hún ætti að kjósa en þeir komust allir í bobba. Þá ráfaði kóngsdóttir út í skóg. Þar settist hún niður í rjóðri einu og fór að gráta. En allt í einu varð hún þess vör að hún var ekki ein. Hún sá engil- fagran smádreng sem var að leika sér þarna í skógarrjóðrinu rétt hjá henni. Aldrei hafði hún séð jafhfal- legan dreng. Augu hans voru blá eins og himinhvelfingin en hárið hrokkið og gulbjart eins og sólar- ljósið. Og eftir því voru fötin hans falleg. Húfan hans var hvít sem mjöll, kápan heibblá, sokkarnir sef- grænir og skórnir alsettir glitrandi perlum. „Ertu álfur eða engill?" spurði kóngsdóttir frá sér numinn af undr- un. „Ég er hvorugt." „Hvað heitir þú, ljúfurinn minn?" „Ég heiti Vorboði," svaraði dreng- urinn brosandi. „Þekkir þú mig ekki?" „Ónei, ég hef aldrei séð þig fyrr. Þú ert þó, vænti ég, ekki sonur vor- gyðjunnar?" „Jú, það er ég reyndar," svaraði drenghnokkinn og var auðheyrt að hann skammaöist sín ekki fyrir ætt- ernið. „Æ, hvað varðar mig annars um þetta?" andvarpaði kóngsdóttirin og fór að gráta aftur. „Hættu að gráta, góba kóngsdótt- ir," sagði Vorboði litli. „Segbu mér abeins hvab veldur hugarsorg þinni. Hver veit nema ég geti hjálpað þér?" Kóngsdóttirin sagbi honum allt eins og var. En Vorboöi varð glaö- ur í bragði og mælti: „Gott og vel. Láttu báða biðlana koma inn í blómsturgarðinn þinn um hádegisbilib á morgun. Þá skal 16 Æ s K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.