Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1992, Side 48

Æskan - 01.05.1992, Side 48
PÓSTUR HERMIKRÁKUR EFTIRLÆTI Kæra Æska! Viltu byrja aftur með þáttinn Eft- irlæti en hafa blaðið laust því að þá er auðveldara að klippa mynd- irnar úr. Það væri gaman ef þú hefðir viðtal við einhverja handknattleiks- kappa því að þeir stóðu sig svo vel í B-keþpninni. Að lokum vil ég segja að mér finnst þú alveg frábærlega gott blað og ég vona að svo verði áfram. Lísa Simpson. Kæra Æska! Ég sendi þér skrýtlu: Óli: Tíu hermikrákur stóðu á kletti. Ein stökk út í sjó. Hve marg- ar sátu eftir? Binní: Auðvitað níu. Óli: Nei! Þær hermdu allar eft- ir og stukku líka! Þórey Sjöfn. LJÓÐ Kæri Æskupóstur! Viltu birta þetta? NÓTTIN Hann stekkur yfir stóran stein og þýtur uþp á fjall eins og svört elding. Það er dimmt, stjörnur glampa á himni. Langt uppi á fjalli leynist fögur hryssa með lítið folald. Þau kúra bak við stóran stein. Það hvín í trjánum. Lítil, brún hagamús skýst inn í holuna sína. Grimmur refur leitar sér skjóls. Allt í einu byrjar að rigna. Allt verður blautt; droparnir falla af trjánum og fuglarnir byrja að syngja því að nú er kominn morgunn. Jóna Bjarney. Svar: Ef til vill - en segja má að límmiðarnir hafi tekið við hlutverki þáttarins. Ég vona að þér líki vel að Sig- urður Sveinsson svarar aðdá- endum í þessu tölublaði. KARATE-STRÁKURINN Kæra Æska! Ég ætla að byrja á því að þakka fyrir gott blað. Mig langar til að spyrja þig þessa: Hvað heitir strákurinn sem lék í Karate Kid-myndunum? Geturðu birt veggmynd af honum og fróð- leiksmola um hann? Hafrún. Svar: Hann heitir Ralph Macchio, f. 4. nóvember 1961 í Bandaríkjunum. Hann er af ítölskum ættum, 170 smá hæð, dökkhærður og brúneygður. Foreldrar hans heita Ralph og Rosalie, bróðir hans Steven (lið- lega tvítugur). Áhugamál hans eru íþróttir, m.a. karate, og tón- list. Kvikmyndin Karate Kid var gerð 1983. ÞEIR ERU NIU EÐA ELLEFU ...! Kæra Æska! Mig langar til að lýsa drauma- prinsunum mfnum. Þeir eru níu eða ellefu. En ég ætla að lýsa þremur þeirra: X: Hann er tólf ára, brúneygð- ur og í skóla í Reykjavík. Y: Hann er 15 ára og langartil að verða atvinnumaður í knatt- spyrnu - brúneygður og á heima á Reykjanesskaganum. Z: Hann er lágvaxinn miðað við aldur - að verða ellefu ára og á heima í þorpi á Norðurlandi. Sóley. Við höfum ekki birt lýsingar á draumaprinsum og munum ekki gera það nema í undantekning- artilvikum eins og þessum... MEIRA UM DÝR Kæra Æska! Við þökkum gott blað. En við vildum gjarna að meira væri fjallað um dýr í Æskunni en þið hafið gert. Líka að oftar væru birtar vegg- synd að sitja inni í góðu veðri. Sigurrós. AÐDÁENDUR MADONNU Kæra Æska! Við dáum Madonnu. Getið þið ekki birt veggmynd af henni? Það hafa verið tvær veggmyndir af NKOTB með stuttu millibili í Æsk- unni og eitthvað hefur verið sagt frá þeim í hverju tölublaði - en þeir sem dá Madonnu hafa þurft að bíða árangurslaust eftir efni um hana. Það eru fleiri en við sem vilja veggmynd af henni. Við biðjum alla sem dá Madonnu að skrifa og segja skoðun sína. María Káradóttir, Guðný E. Þórarinsdóttir. Svar: Rétt er það - að und- anförnu hefur meira verið fjall- að um Nýju krakkana en Madonnu. (Myndir af henni voru þó í 2. og 3. tbl.) Ástæðan er sú að miklu fleiri hafa beðið um efni með þeim strákunum en henni. En við höfum tvisvar birt vegg- myndir af henni og margsinnis myndir af dýrum - og myndir á lím- miðum. Lísa og Magga Simpson. Svar: í 4. tbl var veggmynd af hestum. Mynd af svönum hefur þú séð í opnunni. Áskrif- endur Æskunnar fá 32 límmiða á þessu ári. Á nokkrum þeirra eru myndir af dýrum. AÐ SITJA EFTIR ... Kæra Æska! Ég hef mikið dálæti á hljóm- sveitinni New Kids on The Block og bið ykkur um viðtöl við hana. Ég læt skrýtlu fylgja: Pabbinn: Hvers vegna kemur þú svona seint heim úr skólanum, Siggi minn? Siggi: Ég var látinn sitja eftir. Pabbinn: Hvernig stóð á því? Siggi: Kennarinn spurði hvað synd væri og ég sagði að það væri sagt frá henni mörg undanfarin ár. Þess má geta að frést hefur að Madonna muni leika aðalhlut- verk í sakamálamynd á næst- unni. Willem Dafoe leikur verj- anda hennar. Einnig hefur heyrst að hún hafi nýlega gert samning við fjöl- miðlarisann Time Warner. Talið er að hún hafi fengið 3,5 millj- arða íslenskra króna greidda fyr- ir fram! Hún ætlar á næstunni að stofna eigið útgáfufyrirtæki, Maverick - og gefa út bækur, auk hljómplatna og myndbanda. Kærar þakkir fyrir bréfin! Það var gaman að fá Ijóð og hugleiðingar! Fréttir úr heimabyggð eru vel þegnar... 5 2 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.