Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1992, Blaðsíða 41

Æskan - 01.05.1992, Blaðsíða 41
RYMPA TÝNIST eftir Rósalind Kristjánsdóttur 9 ára. Linda litla var sjö ára. Hún átti lítinn kettling sem hét Rympa. Hann var hvítur með svartar doppur. Rympa var vön að koma á móti Lindu þegar hún kom heim úr skólanum. Dag einn þegar Linda kom heim tók hún ekki á móti henni. Linda varð mjög hrædd. Hún kallaði á mömmu sína og sagði: „Mamma, veistu hvar Rympa er?" „Nei, elskan mín, ég hef ekki séð hana í allan dag." Linda byrjaði strax að leita. Hún leitaði um allt að Rympu. Hvar gat hún verið. Hún leitaði í stofunni. Hún leitaði í eldhúsinu, líka í þvottahúsinu og á baðinu. En hvergi fann hún Rympu. Linda fór að gráta. Henni þótti svo vænt um Rympu. Hún fór grátandi upp í her- bergið sitt og lagðist upp í rúm. Þá heyrðist mjálm. Linda stökk upp. Rympa lá í rúm- inu hennar! Linda varð svo ánægð að hún kallaði hátt: „Mamma! Pabbi! Ég fann Rympu! Hún liggur í rúm- inu mínu." Linda tók Rympu upp og faðmaði hana að sér. En kisan var dálítið slöpp. Mamma sagði: „Kannski er Rympa veik." Linda bað pabba sinn að hringja í dýralækni. Hann hringdi strax. Læknirinn kom og skoð- aði Rympu. Hann sagði að hún væri alvarlega veik og mætti búast við dauðanum. Næsta dag dó Rympa. Linda varð afar sorgmædd. Hún grét lengi. Þegar pabbi hennar kom heim úr vinnunni var hann með kassa. Linda spurði hvað væri í kassanum. Hann sagði að það væri gjöf til hennar. Hún opnaði kassann. Þar lá lítill kettlingur. Hún varð himinlifandi glöð. Hún á- kvað strax að kisan skyldi heita Rympa. Þessi Rympa var svört. Þegar hún varð eins árs eignaðist hún þrjá kett- linga. Linda nefndi þá Fríðu, Kugg og Mjása. (Höfundur fékk viöurkenningu fyrir söguna í smásagnakeppni Æsk- unnar,Bamaritstjómar Ríkisútvarps- ins og Flugleiða 1991)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.