Æskan - 01.05.1992, Síða 10
„Það voru margir búnir að biðja
mig um það, líka í fyrra og árið þar
áður. Vinkona mín, Þórunn Lárus-
dóttir, tók þátt í keppninni núna svo
að ég ákvað að vera með. Við ákváð-
um þetta í sameiningu."
- Var mikill undirbúningur fyr-
ir þá keppni?
„Já, undirbúningurinn byrjaði 1.
febrúar og keppnin sjálf var 26.
mars. Það var mikið um gönguæf-
ingar og líkamsrækt.“
- Kom það niður á náminu?
„Já, það gerði það. En sem betur
fer átti ég fáar einingar eftir á þess-
ari seinustu önn minni í M.H. Svo
að ég réði alveg við þetta. Ég þurfti
ekki að fá mikið frí í skólanum því
að æfingarnar voru aðallega um
helgar. Mig minnir að ég hafi þurft
að fá tvo frídaga, daginn sem keppn-
in var og annan dag þegar mynda-
tökur fóru fram. Það var sama sag-
an með keppnina um titilinn Ungfrú
ísland. Ég þurfti einnig að skrópa
tvo daga á meðan undirbúningur fyr-
ir hana stóð yfir.“
- Undirbjugguð þið ykkur jafn-
mikið fyrir þá keppni?
„Nei, eiginlegaekki. Það varfrek-
ar stuttur tími á milli, rétt rúmar þrjár
vikur. Við fórum aðallega í líkams-
rækt. En hins vegar fóru allir pásk-
arnir í undirbúning. Þá var átta
klukkutíma æfing á hverjum degi.
Það bitnaði ekki á próflestri því að
ég þurfti bara að fara í tvö lokapróf
eftir páska, hin prófin voru tekin inni
á önninni."
- Hvernig var staðið að vali
keppenda til að taka þátt í
keppninni Ungfrú ísland?
„Dómnefndin réð einhverju,
einnig þeir sem stóðu að keppninni,
sú sem var með gönguæfingarnar
og Katý sem sá um líkamsræktina.
Þessir ákváðu í sameiningu hverjar
kepptu. Við vorum níu sem héldum
áfram.“
- Fylgdistu með fegurðarsam-
keppni þegar þú varst yngri?
„Þegar ég átti heima í Lúxemborg
fylgdist ég ekkert með þessu en eft-
ir að ég fluttist heim horfði ég alltaf
á keppnina."
- Og langaði þig til að taka
þátt í keppni síðar meir?
„Ég hugsaði nú ekkert um það.
Ég tók þátt í Elite-keppninni árið
1988. Ég fór í hana vegna þess að
vinkona mín sendi myndir af mér.
Ég vissi ekki af því. En ég komst á-
fram og fannst mjög gaman að
kynnast hinum keppendunum. Þar
af leiðandi sá ég engin vandkvæði á
að taka þátt í keppninni um titilinn
Ungfrú Reykjavík."
- Var einhver undirbúningur
fyrir Elite-keppnina svipaður
þeim sem var fyrir fegurðar-
samkeppnina?
„Nei, það var ekki jafnstrangur
undirbúningur. Það voru tvær, þrjár
æfingar fyrir kvöldið sjálft. Það var
allt og sumt.“
EG VEIT AÐ EG
MUN EKKI
BREYTAST
- Hvert var álit
þitt á fegurð-
arsamkeppni áður en þú túkst
sjálf þátt í slíkri keppni?
„Það er náttúrlega mikið talað um
keppnina en mig langaði eiginlega
aldrei til að fara í slíka keppni. Það
var talað illa um þær sem tóku þátt
í henni og kjaftasögur komust á kreik
um þær. Þess vegna hafði ég ekki
mjög mikinn áhuga á þessu sjálf.“
- En hefur álit þitt breyst
núna?
„Já, já! Ég veit það að hvorki ég
breytist eftir þessa keppni né stelp-
urnar sem urðu í öðru og þriðja sæti.
Það er gaman að hafa þennan titil
en hann á ekki eftir að breyta mér.
Það var mjög gaman að taka þátt í
keppninni og ég hef ekkert nema gott
um hana að segja.“
- Heldurðu að velgengni ís-
lenskra stúlkna erlendis hafi
breytt almenningsálitinu?
„Já, það held ég. Fólk hefur meiri
áhuga á keppninni og einnig meiri
trú á stelpunum.“
- Hvernig verður undirbúning-
urinn fyrir keppnina um titil-
inn um Ungfrú Heimur?
„Ég veit það ekki alveg. Ég fertil
Ítalíu í sumar, kem heim í haust og
verð í líkamsrækt einhvern tíma. Svo
verður mánaðarundirbúningur er-
lendis þar sem keppnin verður hald-
in. Ég veit ekki alveg hvar hún verð-
„Það er gaman að hala þennan titil en hann á ekki eftir að breyta
mér. “ Ljósmynd: Hanna.
7 0 Æ S K A N