Æskan - 01.12.1992, Blaðsíða 33
ÓLST UPP í SVEIT
Jennie Garth (Kelly) erfædd í llli-
nois-ríki og ólst upp á býli foreldra
sinna við algeng sveitastörf. Þegar
hún var 13 ára fluttist fjölskyldan til
Arisóna.
Starfsmaður sjónvarpsstöðvar
„uppgötvaði" hana er hún tók þátt í
fegurðarsamkeppni (innansveitar).
En það tók hann tvö ár að telja hana
og móður hennar á að flytjast til Los
Angeles til að reyna fyrir sér sem
leikari. Hún hefur leikið í nokkrum
sjónvarpsþáttum.
Jenný eyðir tómstundum sínum
með fjölskyldu sinni og vinum. Hún
er ákaft fylgjandi náttúruvernd og
mikill dýravinur.
Hún keypti sér nýlega hús - en
móðir hennar les öll bréfin frá að-
dáendunum. í fataherbergi Jennýj-
ar eru veggirnir þaktir myndum af
Marilyn Monroe.
Meðal annarra orða - hún er
fædd 3.4.1972, er 165 sm, 51 kg,
Ijóshærð og bláeygð. Hún hefur á-
huga á ýmsu: íþróttum, lestri, tónlist
og matreiðslu.
KAUPIR NÚ
POTTA OG PÖNNUR!
Brian Austin Green (Davíð) keypti
sér hús að loknu menntaskólanámi!
Hann segist nú „kaupa silfurbúnað,
potta og pönnur í stað þess að eyða
peningum í hljómplötur og snæld-
ur.“ Til skamms tíma hlustaði hann
á rabb-músík og stillti á hæsta styrk.
Sjálfur leikur hann á trommur og
hefur verið í hljómsveit.
Hann er fæddur 15.7. 1973 í
Hollywood og á heima þar. Hann var
ellefu ára þegar hann kom fyrstfram.
Framan af sást hann helst í sjón-
varpsauglýsingum en hóf að leika í
sjónvarpsþættinum „Knots Landing"
- og var í honum í fjögur og hálft
ár. Hann hefur sést í ýmsum þátta-
röðum, svo sem Strandvörðum og
Hraðbraut til himins - og einnig
fengið hlutverk í kvikmyndum.
Hann er alltaf í önnum og líkar
það best. Hann hefur gaman af
skíðaferðum, sundi, hjólreiðum og
leik á hjóla- og brimbrettum.
HEFUR SÝNT
LÁTBRAGÐSLEIK í EVRÓPU
Gabrielle Anne Carteris (Andrea)
er fædd í San Fransiskó - 2.1.19611
Hún hlaut sem ung stúlka styrk til
að æfa með hinum fræga ballett þar
í borg - og hefur numið leiklist og
dans við skóla í New York og Lund-
únum. Hún hefur ferðast um alla
Evrópu og sýnt látbragðsleik.
Hún hefur komið fram í ýmsum
sjónvarpsþáttum og -myndum -en
einnig leikið á sviði, m.a. Sesselju
(Cecilie) í Hættulegum samböndum
(með götuleikhúsi í New York).
Hún hefur áhuga á íþróttum,
t.a.m. skíðaferðum, sundi, körfu-
knattleik - og hestamennsku.
Gabríela gifti sig í vor. Eiginmaður hennar heitir Charles
Isaacs.
FRÁ VAXLITUM TIL VARALITA
lan (frb. æ-an)
Andrew Ziering segist
hafa gaman af því að
leika Stefán (Steve) „af
því að ég veit ekki þeg-
ar ég byrja að lesa
handritið hvað hann á
að gera þann daginn,
hvort hann verður
góður eða slæmur -
og af því að hann fær
aðdáendabréf sem eru
rituð með margs kon-
ar skrifærum allt frá
vaxlitum til varalita."
Hann er fæddur
30.3.1964 í Nýju-Jersey. Maður, sem hafði þann starfa
að leita að hæfileikaríku ungu fólki, „fann“ hann í stór-
markaði þegar hann var tólf ára.
Skólaganga hans var ekki þrautalaus því að hann var
haldinn lesblindu. Hann þakkar því þó að hann sneri sér
að leiklist. Hann hefur B.A. próf í henni.
Hann hefur leikið fyrir sjónvarp, í kvikmyndum og á
sviði. Af hlutverkum hans má nefna Jón í Pétri Pan.
Hann stundar ýmsar íþróttir - og vinnur sjálfstætt
sem spaugari. Hann fluttist nýlega til Englaborgar.
Meðal áhugamála hans er sjávarlíffræði og fiskar í
söltum sjó. Hann á 250 lítra fiskabúr á heimili sínu í
Morristown.
SJÁLF í SKÓLABÚNINGI
Tori Spelling (Donna) lauk menntaskólanámi 1990.
Hún var í einkaskóla fyrir stúlkur - í skólabúningi afar
ólíkum þeim fötum sem Vinir og vandamenn klæðast!
Foreldrar hennar eru þekktir framleiðendur sjónvarps-
mynda (t.a.m. Vina
og vandamanna!) og
fokríkir. Hún hefur
alist upp við líkar að-
stæður og persónur í
þættinum, sem hún
leikur í, og er því, ó-
líkt flestum hinum,
ekki alls ókunnug
þeim lífsháttum. Hlut-
verkið fékk hún eftir
að hafa leikið til
reynslu — undir fölsku
nafni ... Áður hafði
hún komið fram sem
gestaleikari í nokkrum
sjónvarps- og kvik-
myndum.
Æ S K A N 3 3