Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1992, Blaðsíða 25

Æskan - 01.12.1992, Blaðsíða 25
UMBOÐSMAÐUR BARNA AISLANDI sem varða barn ber að hlusta á sjónarmið barnsins og hafa hags- muni þess að leiðarljósi. Tryggja ber mái- og fundafrelsi barnsins. 23. grein: Fötluð börn eiga rétt á fullgildu og mannsæmandi lífi og rétt á sérstakri umönnun, mennt- un, hjúkrun og heilsugæslu. 28.-29. grein: Börn eiga rétt á skólagöngu. Menntunin á að búa barnið undirlífið, efla virðingu þess fyrir mannréttindum og ala það upp í anda skilnings, friðar og umburð- arlyndis. 31. grein: Barn á rétt á leik, hvíld og tómstundum - og til menningar- legra og listrænna starfa sem sam- ræmast aldri þess. UMBOÐSMAÐUR BARNAI NOREGI Einn af ræðumönnum á ráðstefnu Barnaheilla var Norðmaðurinn Þrándur Viggó Þorgeirsson (Trond Viggo Torgersen). Hann er umboðs- maður barna í Noregi - og á því að gæta réttinda barna. Þrándur Viggó er afar vinsæll - bæði af börnum og fullorðnum. Hann er læknirað mennt en jafnframt slíkur spaugari að fólk lætur sjónvarpsþætti hans ógjarna fram hjá sér fara. Fyrir nokkrum árum sá hann um fræðsluþætti í sjónvarpi um líkamann og starfsemi hans. Myndir birtust af líffærunum - og í þeim miðjum stóð Þrándur Viggó! Sagt er að öll börn og unglingar í Noregi hafi síðan „al- veg á hreinu" hvernig líffærin starfi! Norðmenn eru mjög ánægðir með að embætti umboðsmanns skuli hafa verið stofnað - og að Þrándur Viggó gegnir því. En getur þú, lesandi góður, sagt mér hver er umboðsmaður barna á íslandi? Sennilega þarft þú ekki að hugsa þig lengi um áður en svar kemur fram í hugann: Það er enginn. Með því er ekki sagt að engir gæti hagsmuna barna. Það hafa ótal margir gert á ýmsan hátt. En þetta embætti er ekki til hjá okkur. Samt hefur verið flutt um það þingsálykt- unartillaga - fjórum sinnum! Guð- rún Helgadóttir rithöfundur og al- þingismaður hefur borðið málið upp - en ekki fengið nægan stuðning. Á ráðstefnu Barnaheilla kom þó fram í máli Jóhönnu Sigurðardótt- ur félagsmálaráðherra að stefnt sé að því að stofna áþekkt embætti hér á landi innan tveggja ára. Vonandi verður það að veruleika. KH Myndir eru úr smáritinu Barna- sáttmáli Sameinuðu þjóðanna í hnot- skurn; útg. Barnaheill; myndskreyt- ing Brian Pilkington - og úr kynn- ingarbæklingi Barnaheilla. ÆSKAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.