Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1992, Blaðsíða 54

Æskan - 01.12.1992, Blaðsíða 54
Ijómsveitin „Doors“ var stofnuð í Englaborg (Los Angeles) f Bandaríkjum Norður-Ameríku 1965. Forsprakki hljómsveitarinnar var söngvarinn og Ijóðskáldið Jim Morrison, þá 22 ára. Hinir voru klassískmenntaður orgelleikari, Ray Manzarek, gítar- leikarinn Robbie Krieger og trymb- illinn John Densmore. Fyrsta plata „Doors“, samnefnd hljómsveitinni, kom út í ársbyrjun 1967. Platan átti verulegan þátt í að breyta svipmóti rokkheimsins. Þar vógu þyngst þessir þættir: 1. Jim Morrison var fyrsti rokksöngvarinn sem skilgreindi sig sem Ijóðskáld fremur en söngvara. Fram til þessa voru rokktextar að- eins innantóm orð sem hljómuðu misvel við misgóðar laglínur. Frá upphafi rokksins var laglínan það sem dægurlagið snerist um. Hljóð- færaleikur, söngur og söngtexti miðuðust við laglínuna. Hún var það sem máli skipti. Hjá „Doors“ var það textinn eða Ijóðið sem skipti mestu máli. í sum- um „Doors“-lögum var nánast um Ijóðalestur án eiginlegrar laglínu að ræða. Undirleikurinn var þá teygður spuna-blús. Eftir á að hyggja var Jim Morri- son ofmetinn sem Ijóðskáld. En sem fyrsta Ijóðskáld rokksins var eðlilegt að gagnrýnendur og al- menningurfagnaði þessari breyttu áherslu í rokki. 2. „Doors“ var fyrsta alvöru rokkhljómsveit Bandarfkjanna. 21. HLUTI UMSJÓN: JENS KR. GUÐMUNDSSON Fram til þessa voru rokkhljómsveit- ir breskar, þ.e.a.s. frá endurreisn rokksins undir forystu Bítlanna. Að vísu kallaðist hljómsveitin „Byrds“ „svar Bandaríkjanna við Bítlunum" en þar var fremur um rafmagnað þjóðlagapopp að ræða en öskur- rokk. 3. Ensku rokksveitirnar voru gít- arhljómsveitir. „Doors“ voru hins vegar með raforgel í forystuhlut- verki. 2. „Doors“ steig stærra skref en aðrar hljómsveitir í þá átt að lengja dægurlagið úr 3ja mínútna form- inu. Á jómfrúarplötunni er eitt lag- ið hálf sjöunda mínúta að lengd og annað ertæpar 12 mínútur. 5. Árið 1967 iögðu rokkhljóm- sveitir metnað sinn f að flytja eig- in tónsmíðar. Reyndar slæddist alltaf einn og einn gamall blús-slag- ari með, jafnt hjá Bítlunum, „Sto- nes“, „Animals“ og „Doors“. En „Doors“ dustuðu einnig rykið af þýsku óperettulagi frá 1927, Ala- bama-söngnum úr Risi og hnignun Mahagonny-borgar, eftir Kurt Weill og Bertholt Brecht. Þarna í ársbyrjun 1967 þótti flutningur og val „Doors“ á þessu gamla óperettulagi djarft uppátæki. Utsetning þeirra var framandi blanda af kabarettmúsík og blús- rokki. Með flutningnum á Alabama- söngnum opnuðu þeir áður lokað- ar dyr á milli rokkmúsíkur og klass- ískrar tónlistar. Nokkru síðar komst í tísku meðal rokkhljómsveita að klæða gömul klassísk verk í rokk- búning, ekki síst eftir Kurt Weill en einnig eftir Wagner, Bach o.fl. (Hljómsveitin Trúbrot rokkaði t.a.m. Pílagrímakórinn úr verki eftir Wagner. Fleiri íslenskar hljómsveit- ir spreyttu sig á sama lagi). iillililir111 RFSLRPPHÐUR BLUS Titill: Bein leið Flytjandi: KK-band Útgefandi: Bein leið hf. Þetta er önnur plata Kristjáns Kristjánssonar og félaga. Að þessu sinni fær persónulegur KK-tríóstíll- inn notið sín enn betur en fyrr. Stíll- inn byggir á einföldum, léttrafmögn- uðum og hráum takt-blús, kántrí- blús og órafmögnuðum kassagítar- ballöðum. Kristján fer yfirleitt vel með hása og brothætta söngrödd sfna. Hljóð- færaleikur er streitulaus - án spennu og blessunarlega laus við sýndarmennsku. Kristján er skráður höfundur allra sönglaganna, að undanskild- um tveimur lögum úr kvikmyndinni Sódóma Reykjavíkur. Annað er gamalt „Flowers“-lag en hitt er eft- ir okkar ástsæla Hauk Morthens. í Sódómu-lögunum er KK-bandið ekki jafnsannfærandi og í frum- sömdu lögunum. Bestu lög: Þjóðvegur 66 og Vegbúinn (bæði úr leikritinu Þrúg- ur reiðinnar. Síðarnefnda lagið lík- ist mjög hálfrar aldar gömlu en sí- vinsælu lagi, „Top Of Old Smokie“, eftir Pete Seeger). Einkunn: 9,0 (fyrir lög), 8,5 (fyrir túlkun), 4,0 (fyrir texta) = 7,2. S 8 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.