Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1992, Page 54

Æskan - 01.12.1992, Page 54
Ijómsveitin „Doors“ var stofnuð í Englaborg (Los Angeles) f Bandaríkjum Norður-Ameríku 1965. Forsprakki hljómsveitarinnar var söngvarinn og Ijóðskáldið Jim Morrison, þá 22 ára. Hinir voru klassískmenntaður orgelleikari, Ray Manzarek, gítar- leikarinn Robbie Krieger og trymb- illinn John Densmore. Fyrsta plata „Doors“, samnefnd hljómsveitinni, kom út í ársbyrjun 1967. Platan átti verulegan þátt í að breyta svipmóti rokkheimsins. Þar vógu þyngst þessir þættir: 1. Jim Morrison var fyrsti rokksöngvarinn sem skilgreindi sig sem Ijóðskáld fremur en söngvara. Fram til þessa voru rokktextar að- eins innantóm orð sem hljómuðu misvel við misgóðar laglínur. Frá upphafi rokksins var laglínan það sem dægurlagið snerist um. Hljóð- færaleikur, söngur og söngtexti miðuðust við laglínuna. Hún var það sem máli skipti. Hjá „Doors“ var það textinn eða Ijóðið sem skipti mestu máli. í sum- um „Doors“-lögum var nánast um Ijóðalestur án eiginlegrar laglínu að ræða. Undirleikurinn var þá teygður spuna-blús. Eftir á að hyggja var Jim Morri- son ofmetinn sem Ijóðskáld. En sem fyrsta Ijóðskáld rokksins var eðlilegt að gagnrýnendur og al- menningurfagnaði þessari breyttu áherslu í rokki. 2. „Doors“ var fyrsta alvöru rokkhljómsveit Bandarfkjanna. 21. HLUTI UMSJÓN: JENS KR. GUÐMUNDSSON Fram til þessa voru rokkhljómsveit- ir breskar, þ.e.a.s. frá endurreisn rokksins undir forystu Bítlanna. Að vísu kallaðist hljómsveitin „Byrds“ „svar Bandaríkjanna við Bítlunum" en þar var fremur um rafmagnað þjóðlagapopp að ræða en öskur- rokk. 3. Ensku rokksveitirnar voru gít- arhljómsveitir. „Doors“ voru hins vegar með raforgel í forystuhlut- verki. 2. „Doors“ steig stærra skref en aðrar hljómsveitir í þá átt að lengja dægurlagið úr 3ja mínútna form- inu. Á jómfrúarplötunni er eitt lag- ið hálf sjöunda mínúta að lengd og annað ertæpar 12 mínútur. 5. Árið 1967 iögðu rokkhljóm- sveitir metnað sinn f að flytja eig- in tónsmíðar. Reyndar slæddist alltaf einn og einn gamall blús-slag- ari með, jafnt hjá Bítlunum, „Sto- nes“, „Animals“ og „Doors“. En „Doors“ dustuðu einnig rykið af þýsku óperettulagi frá 1927, Ala- bama-söngnum úr Risi og hnignun Mahagonny-borgar, eftir Kurt Weill og Bertholt Brecht. Þarna í ársbyrjun 1967 þótti flutningur og val „Doors“ á þessu gamla óperettulagi djarft uppátæki. Utsetning þeirra var framandi blanda af kabarettmúsík og blús- rokki. Með flutningnum á Alabama- söngnum opnuðu þeir áður lokað- ar dyr á milli rokkmúsíkur og klass- ískrar tónlistar. Nokkru síðar komst í tísku meðal rokkhljómsveita að klæða gömul klassísk verk í rokk- búning, ekki síst eftir Kurt Weill en einnig eftir Wagner, Bach o.fl. (Hljómsveitin Trúbrot rokkaði t.a.m. Pílagrímakórinn úr verki eftir Wagner. Fleiri íslenskar hljómsveit- ir spreyttu sig á sama lagi). iillililir111 RFSLRPPHÐUR BLUS Titill: Bein leið Flytjandi: KK-band Útgefandi: Bein leið hf. Þetta er önnur plata Kristjáns Kristjánssonar og félaga. Að þessu sinni fær persónulegur KK-tríóstíll- inn notið sín enn betur en fyrr. Stíll- inn byggir á einföldum, léttrafmögn- uðum og hráum takt-blús, kántrí- blús og órafmögnuðum kassagítar- ballöðum. Kristján fer yfirleitt vel með hása og brothætta söngrödd sfna. Hljóð- færaleikur er streitulaus - án spennu og blessunarlega laus við sýndarmennsku. Kristján er skráður höfundur allra sönglaganna, að undanskild- um tveimur lögum úr kvikmyndinni Sódóma Reykjavíkur. Annað er gamalt „Flowers“-lag en hitt er eft- ir okkar ástsæla Hauk Morthens. í Sódómu-lögunum er KK-bandið ekki jafnsannfærandi og í frum- sömdu lögunum. Bestu lög: Þjóðvegur 66 og Vegbúinn (bæði úr leikritinu Þrúg- ur reiðinnar. Síðarnefnda lagið lík- ist mjög hálfrar aldar gömlu en sí- vinsælu lagi, „Top Of Old Smokie“, eftir Pete Seeger). Einkunn: 9,0 (fyrir lög), 8,5 (fyrir túlkun), 4,0 (fyrir texta) = 7,2. S 8 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.