Æskan - 01.12.1992, Blaðsíða 41
H H
andinn.
„Og hvernig fannst þér í
kirkjunni?" spurði kennar-
inn.
„Æ,“ stundi nemandinn
hátt, „lögin voru svo sem
ágæt en auglýsingarnar
voru alltof langar."
Sum bréf foreldra ,til
kennara eru býsna spaugi-
leg. Hér er dæmi um slíkt:
„Því miður kom Andrés
ekki í skólann í gær. Ég
gleymdi að vekja strákinn
og fann hann ekki fyrr en ég
fór að búa um rúmin.“
Úr ritgerð borgarbarns
um kúna:
„Kálfur er kálfur þangað
til hann hefur eignast kálf.
Eftir það er hann belja.“
Úr ritgerð í kristnum
fræðum:
„Móses var maður sem
var uppi í byrjun Biblíunn-
ar.“
Hér er ein gömul og sí-
gild saga:
„Ef skólastjórinn tekur
ekki aftur það sem hann
sagði í morgun þá fer ég úr
skólanum."
„Hvað sagði skólastjór-
inn?“
„Hann sagði mér að fara
úr skólanum."
Nemendur í 3. bekk Mýr-
arhúsaskóla fóru í skoðun-
arferð í Húsdýragarðinn í
Reykjavík síðast liðinn vet-
ur. Þegar leiðsögumaður-
inn var að sýna þeim hest-
ana sagði einn strákurinn
hátt og skýrt:
„Þegar ég var hér í heim-
sókn í sumar þá var einn
hesturinn að eignast kálf.“
SKÓLASKOP
Æskan hefur gefið út bókina Enn meira skóla-
skop. I henni eru skopsögur sem tengjast skóla-
starfi. Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Sigurjónsson
söfnuðu efninu. I fyrra kom út bókin Miklu meira
skólaskop - eftir sömu höfunda. Hér eru nokkrar
sögur úr henni:
Á málfræðiprófi í barna-
skóla einum stigbreytti
snáði, sem greinilega bjó
yfir rökhugsun, lýsingarorð-
ið „lítill" á eftirfarandi hátt:
„Lítill - minni - horfinn."
Úr dýrafræðiprófi í 5.
bekk á Norðurlandi:
„Hvernig eru ungar dúf-
unnar þegar þeir koma úr
eggjunum?"
Svar ólesins nemanda
var:
„Þeir eru litlir og allir út-
ataðir í eggjarauðu."
Úr ritgerð um vatnið:
„Vatn er gegnsæ bleyta
þar til einhver hefur baðað
sig upp úr því.“
Prestur einn, er Eiríkur
hét, kenndi eitt sinn við
sveitaskóla á Norðurlandi.
Var hann aldrei kallaður
annað en séra Eiríkur á
meðal nemenda sinna.
Einhverju sinni spurði
prestur ungan nemanda
sinn hver hefði fundið
Grænland. Ekki vissi nem-
andinn það og því ákvað
klerkur að hjálpa honum ei-
lítið og sagði:
„Sá sem fann Grænland
var nú nafni minn.“
Þá Ijómaði nemandinn
allur og mælti:
„Æ, já, nú man ég hver
það var. Það var auðvitað
séra Eiríkur rauði.“
Eftir að kennari á Vest-
urlandi hafði lesið jólaguð-
spjallið fyrir nemendur sína
spurði hann hvort þeir vissu
hvað vitringarnir þrír hefðu
heitið. Rétti þá einn nem-
andinn upp höndina og
sagði alvarlegur í bragði:
„Kasper, Jesper og Jón-
atan.“
Kennari sex ára barna
spurði eitt sinn nemanda
hvort hann hefði farið til
kirkju á jólunum.
„Já, ég fór með mömmu
og pabba,“ svaraði nem-
Æ S K A N 4 5