Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1992, Blaðsíða 8

Æskan - 01.12.1992, Blaðsíða 8
 1 / l 4 fVl svetnn tré enqiH po ki bjoHa Ur keiluformi eða kramarhúsi er hægt að gera margt. Keilur eru gerðar úr hluta úr hring. Sniðið hér er 1/3 úr hring. Ef þú vilt hafa keiluna mjórri notar þú 1/4 en notir þú 1/2 hring verður keilan víðari að neðan. Kannaðu fyrst hvaða stærð þér líst best á. Keilustærðin getur líka farið eftir því hvað þú ætlar að búa til. Stærðin á sniðinu, sem fylgir hér með, er vel nothæf í alla hlutina sem hér eru sýndir hvort sem þú vilt gera borðskraut, gluggaskraut, óróa eða annað. EFNI: Mislitur pappír, ekki of stífur, t.d. rauður, grænn, gulur, blár og hvítur, e.t.v. einnig gylltur og silfurlitur. Enn fremur bómull ef þú notar hana í jólasveinaskegg. Auk þessa þarftu gott lím, skæri, liti til að teikna með and- lit og skraut. Gaman er líka að nota glitdoppur (palliettur) eða glitskraut (glimmer) til að skreyta með. AÐFERÐ: Þegar þú hefur sniðið keilurnar er best að skreyta þær ef þú ætlar að gera það með litunum. Þá er kom- ið að því að líma þær saman. Þú berð lím á aðra beinu hlið- ina (mynd 1). Næst sveigir þú hliðarnar hvora að annarri (mynd 2), og leggur límlausu hliðina ofan á þá límbornu (mynd 3). Gott er að halda um toppinn á keilunni með þum- al- og vísifingri annarrar handar og þrýsta hliðunum saman með fingrum hinnar handarinnar. JÓLASVEINN: Efþú ætlar að hafa bæði andlit og skegg úr pappír sníður þú renning eins og mynd 4 sýnir. Teikn- aðu andlit með litum og klipptu upp í skeggið sem þú síð- an bylgjar með skærunum eins og gert er við pappabönd. Svo límir þú andlitið á keiluna (ekki bera lím á skeggið) þannig að toppur hennar myndi húfu (mynd 5). Svo færðu þér hvítan, mjóan renning og límir brún á húfuna (mynd 5). Þú getur líka notað andlit úr pappír og gert skegg og húfu- brún úr bómull. JÓLATRÉ: Þetta er einfalt mál. Þú límir alls konar skraut á græna keilu. Láttu hugmyndaflugið ráða. Það má teikna og klippa út kúlur, jólapoka og kerti eða nota glitskraut og glit- doppur. Að lokum klippir þú tvær stjörnur eftir sniðinu hér og límir þær hvora á móti annarri á blátoppinn á keilunni (eins og geislabauginn á engilinn). 8 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.