Æskan - 01.12.1992, Síða 8
1 /
l 4 fVl
svetnn
tré
enqiH
po ki
bjoHa
Ur
keiluformi eða kramarhúsi er hægt að gera margt.
Keilur eru gerðar úr hluta úr hring. Sniðið hér er 1/3 úr
hring. Ef þú vilt hafa keiluna mjórri notar þú 1/4 en notir þú
1/2 hring verður keilan víðari að neðan. Kannaðu fyrst hvaða
stærð þér líst best á. Keilustærðin getur líka farið eftir því
hvað þú ætlar að búa til. Stærðin á sniðinu, sem fylgir hér
með, er vel nothæf í alla hlutina sem hér eru sýndir hvort
sem þú vilt gera borðskraut, gluggaskraut, óróa eða annað.
EFNI: Mislitur pappír, ekki of stífur, t.d. rauður, grænn,
gulur, blár og hvítur, e.t.v. einnig gylltur og silfurlitur. Enn
fremur bómull ef þú notar hana í jólasveinaskegg.
Auk þessa þarftu gott lím, skæri, liti til að teikna með and-
lit og skraut. Gaman er líka að nota glitdoppur (palliettur)
eða glitskraut (glimmer) til að skreyta með.
AÐFERÐ: Þegar þú hefur sniðið keilurnar er best að
skreyta þær ef þú ætlar að gera það með litunum. Þá er kom-
ið að því að líma þær saman. Þú berð lím á aðra beinu hlið-
ina (mynd 1). Næst sveigir þú hliðarnar hvora að annarri
(mynd 2), og leggur límlausu hliðina ofan á þá límbornu
(mynd 3). Gott er að halda um toppinn á keilunni með þum-
al- og vísifingri annarrar handar og þrýsta hliðunum saman
með fingrum hinnar handarinnar.
JÓLASVEINN: Efþú ætlar að hafa bæði andlit og skegg
úr pappír sníður þú renning eins og mynd 4 sýnir. Teikn-
aðu andlit með litum og klipptu upp í skeggið sem þú síð-
an bylgjar með skærunum eins og gert er við pappabönd.
Svo límir þú andlitið á keiluna (ekki bera lím á skeggið)
þannig að toppur hennar myndi húfu (mynd 5). Svo færðu
þér hvítan, mjóan renning og límir brún á húfuna (mynd 5).
Þú getur líka notað andlit úr pappír og gert skegg og húfu-
brún úr bómull.
JÓLATRÉ: Þetta er einfalt mál. Þú límir alls konar skraut
á græna keilu. Láttu hugmyndaflugið ráða. Það má teikna
og klippa út kúlur, jólapoka og kerti eða nota glitskraut og glit-
doppur. Að lokum klippir þú tvær stjörnur eftir sniðinu hér
og límir þær hvora á móti annarri á blátoppinn á keilunni
(eins og geislabauginn á engilinn).
8 Æ S K A N