Æskan - 01.12.1992, Blaðsíða 64
BÖRN í
Ljósmyndir: Loftur Ágústsson og
Karl Helgason.
/ japanskri skúlastofu.
Þau syngja Alparós og Meistara
Jakob. Taka fram hljóðfærin sín og
leika lögin líka. Þau eru samtaka,
vandvirk og fumlaus; einbeita sér að
því sem þau eru að gera - þó að þau
skotri til okkar augum. Þeim tekst
vel upp. Það er gaman að heyra
þetta og sjá.
Öll eru þau dökkhærð og brún-
eygð. Litarháttur þeirra er gulbrúnn.
Augu dálítið skásett. Augu barnanna
í Japan - hinum megin á hnettinum!
Ég er, sem sé, kominn í grunn-
skóla í miðborg Tókýó, höfuðborg-
ar Japans! í borginni þar sem tólf
milljónir manna eiga heima. (Fjöru-
tíu og átta sinnum fleiri en hér á
íslandi...)
Ég hafði „dottið í lukkupottinn"
eftir að ég ók Toyota-bifreið til
reynslu og skrifaði á seðil hvað mér
fyndist mikilvægast í búnaði bifreiða,
ekki síst öryggisbúnaði. Seðillinn
Er þetfa rétt hjá
mér?
Frásögn að loknu
hópverkefni um
fiskinn.
minn, einn þúsunda, var dreginn út.
Vinningurinn var ferð til Japans og
dvöl þar í viku fyrir tvo! Þess vegna
er ég kominn í Fujimi-skóla ásamt
Sigurborgu konu minni (sem er
kennari), Lofti Ágústssyni auglýs-
ingastjóra P. Samúelssonar hf. (um-
boðsfyrirtækis Toyota á íslandi) og
Hiroko Yamada, japönskum leið-
Þau kunna líka lagið Aiparós í Japan...
í gömlum, japönskum spilaleik- í frímínúlum.
6 8 Æ S K A N