Æskan - 01.12.1992, Blaðsíða 71
þessu getur orðið að miðjubörn-
in dragi sig í hié og láti lítið fyr-
ir sér fara. Önnur miðjubörn fara
íallt aðra átt og leita mikið út af
heimilinu. Þau reyna þá að bæta
sér upp athyglisleysið heima
með þvíað skapa sér álit féiaga.
Þú virðist frekar tilheyra
hópnum sem dregur sig í hlé.
Þér finnst mamma þín vera ó-
réttlát og þú efast um tilfinning-
ar hennar til þín. Eineltið í skól-
anum gæti verið af sama toga.
Það eru oft börn sem virðast
vera feimin og lítil í sér sem
lenda í þessu hópfyrirbæri.
Talaðu við mömmu þína um
stöðu þína í skólanum og heima.
Það þarf einnig að tala við
kennarann og þar þurfa foreldr-
ar þínir að hjálpa þér. Einelti í
skólanum á ekki að vera leynd-
armál þitt og krakkanna í skól-
anum. Það hættir ekki fyrr en
málið er rætt. Það er vernd fyr-
ir þig og hin börnin að vita að
það er fylgst með ykkur.
Þvigeta fylgt ýmsir kostir að
vera miðjubarn. Þú verður að
hugsa jákvætt og reyna að
hugsa um lausnir en ekki hindr-
anir. Samanburður á þér og öðr-
um hjálpar þér lítið og getur leitt
til þess að óánægja þín aukist.
Besta viðmiðunin ert þú sjálf.
Líttu í eigin barm og reyndu að
gera þér grein fyrir þeim styrk-
ieika sem þú hefur. I hverju ertu
góð? Hvað gerir þú vel? Gerðu
meira að því. Þegar þú lendir í
klemmu og finnst þú vera hjálp-
arlaus hugsaðu þá:
„Ég get gert eitthvað annað
en að láta mér líta iiia, t.d. látið
mér líða vel. “
í stað þess að skynja að þú
sért útundan, reyndu þá að nota
miðjustöðu þína til þess að
skoða málið frá báðum hliðum
og skilgreina hvar þú getur fall-
ið inn í. í stað þess að lenda í á-
rekstrum geta miðjubörn oft
snúið við blaðinu og orðið góð-
ir sáttasemjarar, einmitt af því
að þau geta náð því að meta
málin frá báðum hliðum.
Segðu mömmu þinni og
systkinum frá líðan þinni og þið
getið ef til vill komið ykkur sam-
an um heppilegri samskiptaregl-
ur á heimilinu en nú eru þar.
Snúðu vörn í sókn bæði heima
og í skólanum.
ÁHYGGJUR VERÐA
VANDAMÁL
Kæra Nanna Kolbrún!
Ég veit ekki hvernig ég á aö
byrja en einhvern veginn verð ég
að gera það.
Þannig er mál með vexti að ég
er mjög sjúkdómahrædd. Ef sýnd
er mynd í sjónvarpinu um einhverja
sjúkdóma, t.d. krabbamein, gigt
eða bara einhverja veiki, þá fæ ég
kökk í hálsinn, tár í augun og
hugsa um þetta allt kvöldið. Ég
græt mig stundum í svefn af ótta.
Síðan er það annað vandamál.
Það er þannig að ég á vinkonu eða
tæplega vinkonu sem er mjög
skapstór!! Ef hún t.d. hringir í mig
og spyr hvort ég geti verið með sér
og ég neita þá segir hún bara:
„Bless“ og skellir svo á. Síðan fer
hún í rosalega fýlu. Ef ég er með
sælgæti og hún spyr hvort hún
megi fá og ég neita þá reiðist hún
og talar ekki við mig.
Þriðja vandamálið er að mér
finnst ég vera alltof mjó og létt mið-
að við aldur (ég er 12 ára og rúm-
lega 41 kíló). Það er ein stelpa í
bekknum mínum sem er 57 kíló.
Ég borða eins og ég get, en fitna
ekkert. Mamma segir að ég sé al-
veg mátuleg en það finnst mér
ekki.
Svo er það seinasta vandamál-
ið. Ég kvíði mjög mikið fyrir því að
deyja. Ég veit ekki af hverju en ég
fæ alltaf kökk í hálsinn þegar tal-
að er við mig um dauðann. Það
var ekki fleira. Ég vona að þú birt-
ir þetta.
Smeyk.
Svar:
Öll þessi vandamál, sem þú
nefnir í bréfi þínu gætu flokkast
undir kvíða og öryggisleysi. Þú
hefur áhyggjur af útlitinu, tekur
nærri þér upplýsingar um sjúk-
dóma og heldur að þetta komi
fyrir þig. Hugsunin um dauðann
vekur líka hjá þér kvíða. Þú ert
ekki ein um það. Flestir óttast
hið óþekkta og þó að dauðinn
sé staðreynd fyrir alla þá tekur
oft tíma að sætta sig við þá stað-
reynd. Það er líka mjög mismun-
andi hvað krakkar brjóta mikið
heilann um þessa hluti.
Mér datt í hug hvort rekja
mætti áhyggjur þínar til þess að
ef til vill hafir þú misst einhvern
þér nákominn úr alvarlegum
sjúkdómi. Ef það er þannig þá
átt þú enn þá eftir að vinna úr
þeirri reynslu. En kannski er líka
allt önnur skýring á áhyggjum
þínum. Hver sem hún er þá
þarftu að opna þig og tala við
einhvern sem þú treystir. Á-
hyggjurnar magnast innra með
þér og vandamálin verða stærri
en þau eru í raun. Þú minnist á
mömmu þína í bréfinu. Reyndu
að tala meira við hana en þú ger-
ir, t.d. þegarþér líður illa á kvöld-
in. Það getur verið ótrúlega gott
að fá rabb við mömmu á rúm-
stokknum, jafnvel þó að maður
sé orðin 12 ára.
Vinkona þín reynir að stjórna
þér með fýlunni sinni. Hún á ef
til vill erfitt með skap sitt en það
gefur henni ekki rétt til þess að
vera ókurteis við aðra. Hún verð-
ur að taka ábyrgð á sjálfri sér og
skapinu í sér. Hún á greinilega
erfitt með að taka mótlæti en
það er hlutur sem allir verða að
læra í lífinu að maður fær aldrei
allt eftir sínu höfði. Henni er ekki
gerður neinn greiði með því að
þú hlaupir í kringum hana eftir
því hvernig skapið er hverju
sinni. Sýndu henni kurt-
eisi en láttu hana ekki
vaða yfir þig.
Þökk
fyrir bréfin!
Munið að rita ávallt rétt
nafn og heimilisfang -
auk beiðni um dulnefni.
Þeir sem gæta þess ekki
geta ekki búist við að fá
svar.
leð kærri kveðju,
Janna Kolbrún.
ÆSKU
Æ S K A N
7 S