Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1992, Síða 25

Æskan - 01.12.1992, Síða 25
UMBOÐSMAÐUR BARNA AISLANDI sem varða barn ber að hlusta á sjónarmið barnsins og hafa hags- muni þess að leiðarljósi. Tryggja ber mái- og fundafrelsi barnsins. 23. grein: Fötluð börn eiga rétt á fullgildu og mannsæmandi lífi og rétt á sérstakri umönnun, mennt- un, hjúkrun og heilsugæslu. 28.-29. grein: Börn eiga rétt á skólagöngu. Menntunin á að búa barnið undirlífið, efla virðingu þess fyrir mannréttindum og ala það upp í anda skilnings, friðar og umburð- arlyndis. 31. grein: Barn á rétt á leik, hvíld og tómstundum - og til menningar- legra og listrænna starfa sem sam- ræmast aldri þess. UMBOÐSMAÐUR BARNAI NOREGI Einn af ræðumönnum á ráðstefnu Barnaheilla var Norðmaðurinn Þrándur Viggó Þorgeirsson (Trond Viggo Torgersen). Hann er umboðs- maður barna í Noregi - og á því að gæta réttinda barna. Þrándur Viggó er afar vinsæll - bæði af börnum og fullorðnum. Hann er læknirað mennt en jafnframt slíkur spaugari að fólk lætur sjónvarpsþætti hans ógjarna fram hjá sér fara. Fyrir nokkrum árum sá hann um fræðsluþætti í sjónvarpi um líkamann og starfsemi hans. Myndir birtust af líffærunum - og í þeim miðjum stóð Þrándur Viggó! Sagt er að öll börn og unglingar í Noregi hafi síðan „al- veg á hreinu" hvernig líffærin starfi! Norðmenn eru mjög ánægðir með að embætti umboðsmanns skuli hafa verið stofnað - og að Þrándur Viggó gegnir því. En getur þú, lesandi góður, sagt mér hver er umboðsmaður barna á íslandi? Sennilega þarft þú ekki að hugsa þig lengi um áður en svar kemur fram í hugann: Það er enginn. Með því er ekki sagt að engir gæti hagsmuna barna. Það hafa ótal margir gert á ýmsan hátt. En þetta embætti er ekki til hjá okkur. Samt hefur verið flutt um það þingsálykt- unartillaga - fjórum sinnum! Guð- rún Helgadóttir rithöfundur og al- þingismaður hefur borðið málið upp - en ekki fengið nægan stuðning. Á ráðstefnu Barnaheilla kom þó fram í máli Jóhönnu Sigurðardótt- ur félagsmálaráðherra að stefnt sé að því að stofna áþekkt embætti hér á landi innan tveggja ára. Vonandi verður það að veruleika. KH Myndir eru úr smáritinu Barna- sáttmáli Sameinuðu þjóðanna í hnot- skurn; útg. Barnaheill; myndskreyt- ing Brian Pilkington - og úr kynn- ingarbæklingi Barnaheilla. ÆSKAN 25

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.