Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1993, Side 17

Æskan - 01.04.1993, Side 17
vísi en pabbi. Hann er líka með rosalega sítt hár og skegg alveg niður á maga. Það er vegna þess að honum finnst gott að hafa hlýtt hár að aftan og hlýtt skegg að framan. Hann er svo stór að sumt fólk held- ur að hann sé risi. Kannski er hann risi. Hann sagði mér einu sinni að hann hefði fæðst í helli og að mamma hans og pabbi væru tröll. En ég held nú samt að hann hafi verið að gabba mig. Ég hef aldrei séð mömmu hans og pabba því að þau búa einhvers staðar langt í burtu. Pabbi segir að þau búi í Risalandi en mamma segir að landið þeirra heiti Rússland. Ég trúi mömmu betur því að pabbi er alltaf að grínast. í dag, þegar ég var í óða önn að þurrka upp bleytuna sem eftir var á gólfinu, heyrði ég allt í einu voðaleg læti. Dyrnar á vinnustofunni hans pabba opnuðust og Mjása kom á fleygiferð fram með Jakobínu mús í kjaftin- um en Snata og pabba á hælunum og yfir þeim flögraði Tommi og krunkaði. „Slepptu músinni, skömm- in þín!" öskraði pabbi. En Mjása vildi ekki sleppa. Hún hljóp út með tístandi músina. Tommi sveif yfir henni og tókst að ná músinni. „Já, duglegur strákur," hrópaði pabbi því að hann hélt að Tommi myndi láta sig fá músina. En, nei, Tommi ætlaði að eiga Jakobínu sjálfur. Hann flaug með hana hátt í loft upp og sleppti henni þar. Jakobína hefur náttúrlega enga vængi og getur þess vegna ekki flogið. Hún hrap- aði bara beint niður og ég hélt fyrir augun af skelfingu. En pabbivar snöggur og hljóp af stað. Hann náði að grípa Jakobínu áður en hún skall á jörðina en um leið rann hann til í bleytunni og datt kylliflatur í poll. Andlit- ið á honum var allt út atað í drullu og vatnið lak úr skegginu. En hann hló bara, stóð upp og kyssti Jakobínu sem sat skjálfandi í lófa hans og var næstum dáin úr hræðslu. „Hún Jakobína er ekkert leikfang," sagði pabbi og horfði reiðilega á Mjásu og Tomma. „Hún er göfugt og vel gefið dýr. Þið verðið að skilja það." Mjása og Tommi horfðu blíðlega á pabba eins og þau vildu segja honum að þau skildu vel það sem hann segði og þau myndu aldrei aftur láta sér detta annað í hug en að Jakobína væri göfugt og vel gefið dýr en hvorki matur né leikfang. Svona er lífið hérna uppi á Esjunni, fuilt af skemmtileg- um atvikum. Ég bið að heilsa öllum krökkum sem lesa Æskuna. Bless, þín Rósin Jónas. Framhald Æ S K A N 7 7

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.