Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1993, Page 18

Æskan - 01.04.1993, Page 18
FRÍMEBKJ ÞÁTTURI Umsjón: Sigurður H. Þorsteinsson skólastjóri. NYTT FRIMERKJALAND Þegar talað er um ný frímerkjalönd er átt við að land hafi fengið sjálf- stæði í póstmálum og fái að ráða sjálft frímerkjaútgáfu sinni og póstmálum í heild. Landið hefir ef til vill gefið út sérstök frímerki árum saman. Þau frímerki hafa hins vegar verið gefin út samkvæmt ákvörðunum móðurlandsins og einnig seld þar, auk þess sem merki þess lands hafa gilt á hlutaðeigandi landsvæði. Einmitt í nágrenni okkar, hér á Smá- löndum norðursins eða á Nord-Kalotten eins og það er líka nefnt, höfum við mörg dæmi þessa: ísland, Grænland, Færeyjar og svo núna síðast eru það Álandseyjar. Þær fengu póstsjálfstæði sitt einmitt á þessu ári, nánar tiltekið um áramótin. Þá voru gefnir út frímerkingarmiðar með áletruninni Áland og teknir í notkun 4. jan- úar. Voru það fyrstu viðbrögðin. Þann 1. mars kom svo út frímerkjablokk með fjór- um frímerkjum og svo eitt stakt frímerki. Nú hafa Álandseyjar aðeins fengið það sem kalla má heimastjórn en eru ekki sjálfstætt ríki enn þá. Sem landsvæði til- heyra þær enn Finnlandi. En pósturinn þar hefir fengið algjört sjálfstæði og Þor- steinn Wikstrand, sem hefur verið fram- kvæmdastjóri póstmála á Álandi frá 1978, er nú orðinn aðalforstjóri Pósts og síma á Álandseyjum. Þorsteinn Wikstrand, póstmálastjóri Álandseyja. yúK/Mo ÁLAND Stimplar afnýju gerðinni. POSTEN : Aland 1,90: •••••••••••••• ÖVERTAGANDE AV POSTVSSENDET 1.1.1993 PRIS 7,6(| ____ Nr 60-199; Það var árið 1984, þann 1. mars, sem fyrstu frímerkin sem bera nafn landsins, komu út á Álandseyjum. Hins vegar voru áður notuð þar finnsk frímerki og jafn- framt með þeirra eigin frímerkjum allt fram á 4. janúar 1993. Allt þetta hefur ver- ið vandlega undirbúið á síðustu árum. Pósthúsum hefur verið fækkað og nýir stimplar gerðir fyrir þau. Er í þeim stimpl- um að finna hið nýja merki póstsins sem einnig er notað sem bakprent á frímerk- ingarmiðunum, aðalmyndefni fyrsta dags stimpla og á einu frfmerkjanna sem út komu 1. mars 1993. Þetta frímerki er í frí- merkjablokkinni. Auk þess er mynd af áritunum á gömlu bréfi og svo myndir af pósthúsinu í Mariehamn og einu skip- anna sem flytur póst frá Svíþjóð og Finn- MARIEHAMN 14.2.1993 1-3-1993 landi og til þeirra landa. Myndefni staka frímerkisins er skjaldarmerki Álandseyja og áritun um heimastjóm þann 1.1.1993. Þá skulum við ekki gleyma því að einn af félögum klúbbsins okkar á heima á Álandi og er í mjög svo líflegum skiptum á frímerkjum við að minnsta kosti þrjá fé- laga hér heima. SigurðurH. Þorsteinsson, Laugarhóli, 510 Hólmavík. Frímerkjablokkin sem gefin var út 1. mars. Frímerkingarmiði. 18 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.