Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1993, Page 27

Æskan - 01.04.1993, Page 27
SVÖR VIÐ SPURNINGUM 1. Hvernig kemst maður fram hjá stein-uglunni í „Shadow gate“ (Skuggahliði)? Hvernig opnar maður steinhelluna - kemst fram hjá brúar-skrímslinu í annað sinn - og nær hlutnum sem liggur við hliðina á konunni sem breytist í úlf? 2. Hvernig kemst maðurfram hjá arineldinum í „Fantazy World Dizzi“ (Undraheimi)? 3. Er einhvers staðar hægt að panta leiki í Nintendo ef þeir eru ekki komnirtil landsins? 4. Fer „Zelda lll“ ekki að koma hingað? ð.Hvernig kemst maður inn í hella Bamonts skipstjóra í „Star- tropex“ í Nintendo? Sölvi Úlfsson. Svör: 1. Kunningi minn sagði mér að maður kæmist fram hjá brúar- skrímslinu með því að kasta spjóti í það. Ég hef ekki reynt leikinn sjálf- ur. Ef einhver getur svarað öðrum atriðum í spurningunni bið ég hann að láta mig vita. - Ég bið þá sem senda spurning- ar um leiki að nefna úr hvaða tölv- um þeireru. 2. Inni ídýflissunni máfinnaepli, brauð og vatn. Eplið er notað til að gefa verðinum. Hann þakkar fyrir sig og segir að nota megi vatnið til að slökkva eldinn. Þegar komið er fram hjá svæðinu, þar sem eldur- inn var, á að ná í steinvölu sem liggur í næsta herbergi - fara síðan upp og gefa rottunni brauð því að þá fer hún í burtu og maður kemst enn ofar. Ef þú festist aftur skaltu skrifa mér bréf og útskýra vel hvar og hvernig þú ertfastur. 3. Já, það er hægt að kaupa tölvublöð, svo sem Zone eða CVG. í blöðunum er útskýrt hvernig á að panta leiki. Þau fást í flestum bóka- og tölvubúðum. 4. Ég hef ekki enn þá séð þann leik í Nintendo en hluta hans í Super Nintendo. 5. Ég get ekki svarað þessu. Ef einhver lesandi veit svarið bið ég hann að senda mér það svo að ég geti fengið það birt í næsta tölu- blaði Æskunnar. GETRAUNIN í 3. TÖLUBLAÐI Svarið er IVIega Man. Vinningshafar eru: Unnur Anna Sveinbjörnsdóttir, Heiðarbæ 2, Þingvallasveit, 801 Selfoss. Halldór Örn Guðnason, Giljalandi 28,108 Reykjavík. BRÖGÐ í mörgum leikjum í Nintendo, PC, Atari, Lynx, Amiga og fleiri tölvum er hægt að beita brögðum - oftast til þess að verða „eilífur". Ég mun í þáttunum lýsa ýmsum slík- um brögðum sem ég kann og fæ upplýsingar um. Ásgeir Bjarni Ingvarsson lýsir brögðum sem beita má í leiknum Ævintýraeyjunni II („Adventure Is- land II). Það er þannig: Hægri, vinstri, hægri, vinstri, A, B, A, B. Þá lifir leikmaðurinn allan leikinn. í „Sonic" skal fara þannig að: Upp, niður, vinstri, hægri - halda A inni, ýta á „start“. Þá er hægt að velja um borð. Með kveðju, Hafþór Kristjánsson, Sjávargötu 5, 225 Bessastaðahreppi. VINSÆLUSTU LEIKIRNIR HJÁ TÖLVULANDI í BORGARKRINGLUNNI: (10.-17. apríl) PC-tölvur: Verð: 1. F-15 Strike Eagle III.................4.990 1. Challenge of the Five Realms......... 5.490 2. Rex Nebular...........................5.490 3. Sea Roge............................. 5.490 4. Knights of the Skies ................ 5.490 5. The incrediblp Machine ...............5.490 6. Civilization......................... 4.990 7. Space Quest V........................ 5.490 8. Railroad Tycoon ..................... 3.990 9. AV8B Harrier ........................ 5.990 10. Red Baron............................ 5.490 Sega Mega Drive 1. Krustys Super Fun House...............3.990 2. Alien III............................ 3.990 3. Fjórir leikir á einni................ 5.990 4. California Games..................... 2.990 5. Super Monaco GP...................... 3.990 6. LotusTurbo Challenge .................3.990 7. Sonic II............................. 3.990 8. Kid Chameleon ........................3.990 9. Simpsons............................. 3.990 10. Captain America.......................3.990 Nintendo og Nasa 1. Turtles III (sá nýjasti) .............3.490 2. Young Indiana Jones...................3.490 3. Darkman.............................. 2.990 4. 168 leikirá einni.................... 6.990 5. Killer Tomatos ...................... 3.490 6. The Blues Brothers................... 2.990 7. Felixthe Cat......................... 3.490 8. Skate or Die II...................... 1.990 9. Olympic Gold, Barcelona‘92........... 2.990 10. Frankenstein......................... 3.490 í Tölvulandi (s. 688819) fást margs konar stýrispinnar og mikið úrval tölvuleikja. Verslunin sendir lista um allt land (ókeypis). Æ S K A N 2 7

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.