Æskan - 01.04.1993, Side 40
RED HOT CHILI PEPPERS
Halló, halló Popphólf!
Getið þið birt veggmynd og
upplýsingar um Red Hot Chili
Peppers? Æskan hefur verið keypt
heima hjá mér samfleytt frá 1950.
Þórdís Edda Guöjónsdóttir,
Valdasteinsstöðum,
Hrútafiröi.
Svar:
Það er gaman að heyra að
fjölskyldan heldur enn tryggð
við Æskuna!
Red Hot Chili Peppers var sett
á laggir 1982 i Hollywood í
Bandarikjum Norður-Ameriku.
Hún átti að vera fyrsta hljóm-
sveitin til að sameina i eitt
helstu músiktilbrigði blökkufólks
(rabb-söng og fönk-dansmúsik)
og harðneskjulega rokkmúsík
hörundshvitra (pönk og þung-
arokk).
Michael Flea Balzary var einn
eftirsóttasti bassagítarleikari
heims þegar hann stofnaði
hljómsveitina. Meðal þeirra sem
gengu á eftir honum með gras-
ið i skónum voru rabb-sveitin
Public Enemy og enski pönk-
rokkfrumkvöðullinn, Johnny
Lydon (Rotten). Johnny vildi fá
hann í hljómsveit sina Public
Image, Ltd.
Hægri hönd Mikjáls er söngv-
arinn Anthony Kiedis. Nokkur
uppstokkun hefur verið á mann-
skapnum i hljómsveitinni, m.a.
féll gítarleikarinn Hillel Slovek
frá 1988. Dauðsfall hans var rak-
ið til vimuefnaneyslu.
í fyrra átti RHCP lag i efstu
sætum flestra vestrænna vin-
sældalista. Það heitir „Under
The Bridge". Áður hafði hljóm-
sveitin músikskreytt vinsælar
kvikmyndir, „Say Nothing" (‘89)
og „Pretty Woman“ (‘90). Þar
áður spreytti Mikjáll Flea sig í
kvikmyndaleik í myndinni
„Suburbia“ (‘84).
Áhrifa frá RHCP gætir víða i
dægurlagaheiminum, allt frá Liv-
ing Colour, Faith No More, Body
Count og Rage Against Machine
til Sálarinnar hans Jóns míns.
Lag Sálarinnar, Krókurinn, er
tekið hrátt úr smiðju RHCP.
Umræddar hljómsveitir ganga
ekki eins langt í grallaraskap og
galsa og RHCP en sprell er eitt
af aðaleinkennum Rauðu pipar-
anna. Besta platan þeirra er
„Abbey Road EP“ (‘88).
MÖTLEY CRUE
Kæra Popphólf!
Getið þið birt fróðleiksmola um
Mötley Crue?
Mötley Criie-aödáandi.
Svar:
Mötley Crue var stofnuð i árs-
byrjun 1981 í Los Angeles
(Englaborg) i Kaliforníu í Banda-
ríkjum Norður-Ameriku. Sama
ár gáfu liðsmenn hennar sjálfir
út plötuna „Too Fast For Love“.
Þó að platan sé frekar léleg þá
seldist hún mjög vel. Út á hana
fékk MC-kvartettinn plötusamn-
ing við Elektra-plöturisann. El-
ektra gaf plötuna aftur út 1982
(þess vegna er útgáfuár plöt-
unnar skrásett 1982 i plötulist-
um).
í upphafi var MC glysrokk-
sveit. Liðsmenn hennar lögðu
meiri áherslu á andlitsfarða og
skrautbúninga en sjálfa músík-
ina. Eftir hljómleikaferð með
hljómsveitinni Kiss náði platan
„Shout At The Devel“ inn á „20
efstu“ breiðskifuvinsældalistann
í Bandaríkjunum.
Á þessum tveimur fyrstu plöt-
um MC mátti greina hæfileika
þeirra pilta i söngvasmiðum.
Einnig voru þeir fundvísir á að-
laðandi gitar„riff“ (= siendurtek-
in hljómaröð, hömruð hratt með
hávaða og látum. „Riff“ eru ein-
kenni gítarleiks Keiths Richards
i Rolling Stones).
Með þriðju plötunni, „Girls,
Girls, Girls“ (‘87), náðu MC-
drengirnir að samræma al-
mennilega „riffin" og lagasmíð-
arnar. Með þeirri plötu losuðu
þeir sig jafnframt við slöpp upp-
fyllingarlög sem háðu fyrri plöt-
unum.
Á árunum 1984-’88 varhljóm-
sveitin stöðugt i vandræðum
vegna áfengisdrykkju og neyslu
annarra eiturefna. T.a.m. lenti
söngvarinn, Vince Neil, i fang-
elsi eftir ölvunarakstur sem
leiddi til dauða farþega hans,
Razzles, trymbils finnsku þunga-
rokkssveitarinnar Hanoi Rocks.
Þá fékk umboðsmaður MC
fangelsisdóm fyrir vímuefna-
smygl. Til viðbótar hékk tif Vince
Neils á bláþræði 1987 eftir
langvarandi vímuefnaneyslu.
Honum var ekki hugað líf á
tímabili.
Þetta og fleira varð til þess að
liðsmenn MC sameinuðust í á-
taki við að úthýsa vímuefnum úr
umhverfi sinu. Þeir fóru allir
samtímis i áfengismeðferð og
hafa siðan verið virkir i baráttu
gegn vímuefnum. Þeir tóku þátt
í gerð plötunnar „Stairway To
Heaven, Highway To Hell“ sem
er tileinkuð fórnarlömbum vimu-
efnaneyslu (Jimi Hendrix, Elvis
Presley, Janis Joplin, Jim Morri-
son o.fl.). 1989 sendu MC frá sér
plötuna „Dr. Feelgood". í titil-
laginu er hörð ádeila á vimu-
efnasala.
„Dr. Feelgood“ og „Decade
Of Decadence" (91) eru lang-
bestu plötur MC. Þær plötur
sýna enn einu sinni að allsgáð-
ir ráða rokkararnir betur við
músíkframleiðsluna en undir
áhrifum vímuefna.
í fyrra var Vince rekinn úr MC.
í hans stað kom John Corabi.
NKOTB, GN’R, METALL-
ICA, NIRVANA OG REM
Kæra Popphólf!
Það mætti fækka eða sleppa
umfjöllun um NKOTB og fjalla í
staðinn um GN’R, Metallicu og
Nirvana.
Þið teljið texta GN’R vera fulla af
fordómum. Reynið að komast yfir
texta hljómsveitarinnar og athug-
ið hvers þið verðið vísari.
Tveir hressir á Stokkseyri.
Kæra Popphólf!
Ég er sammála Þorsteini í
Stykkishólmi um að þið gerið of
mikið úr NKOTB. Ég veit ekki um
neinn á Höfn sem heldur upp á
þá. Það væri nær að hafa vegg-
mynd og umfjöllun um Metallicu
og Deicide.
„Rokkari"
Hæ, Popphólf!
Okkur langar að biðja þig að
birta eitthvað um R.E.M., GN’R og
Blue Swede. Eitthvað hefur verið
birt um GN’R en ekki nóg. R.E.M.
og Blue Swede hafa ekki fengið
neina umfjöllun.
Almaþebb
Svar:
Fyrst þetta um NKOTB: Þar
er sannanlega ein allra vin-
sælasta söngsveit síðustu ára
til umræðu. Vinsældaval Æsk-
unnar staðfestir það. Gaman
væri að heyra frá fleiri Stokks-
eyringum, Hólmurum og Hafn-
arbúum um þetta mál. Hafa
engir þar um slóðir gaman af
NKOTB?
Helsti kosturinn við NKOTB
er sá jákvæði lifsstill sem þeir
drengir boða, lifsstill ungmenna
sem nota ekki áfengi eða önnur
vimuefni - og hafa engan áhuga
á slikri vitleysu. Þessi lifsstill
birtist líka íjákvæðum viðhorfum
til annars fólks, m.a. til fólks af
öðrum kynþætti.
Um GN’R hefur margt verið
skrifað i Æskuna. Sú hljómsveit
er að nokkru leyti andstæða við
NKOTB, t.a.m. hvað varðarþað
sem hér var nefnt um NKOTB.
Að gefnu tilefni skal tekið
fram að allar plötur GN’R eru til
á heimili þess sem þetta ritar. Á
þær plötur hefur verið hlustað
vel og rækilega, svo rækilega að
margir söngtextar hafa ómeð-
vitað lærst utanbókar. Þess má
geta að siðustu plötur GN’R eru
lausar við fordómana sem settu
Ijótan blett á þær fyrstu.
Um Metallicu og Nirvana hef-
ur töluvert verið fjallað í Æsk-
unni. Líklega skuldum við helst
greinarkorn um R.E.M. Nokkuð
er liðið frá þvi sú hljómsveit var
kynnt að ráði. Siðan hafa vin-
sældir hennar aukist jafnt og
þétt. í næsta þlaði getum við
væntanlega haft væna grein um
hana.
iAk
4 4 Æ S K A N