Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1993, Qupperneq 52

Æskan - 01.04.1993, Qupperneq 52
í ÚTILEGU Á GRÍMS- STAÐANESI í Björgvin í Noregi eru starfandi skátar sem kalla sig Riddara (Væpnare). Þeir starfa innan Góð- tempiarareglunnar. Riddararnir voru stofnaðir um 1930. Þér leikur eflaust forvitni á að vita hvernig þessir skátar starfa. Já, þeir starfa alveg eins og við heima á íslandi, halda fundi þar sem þeir leysa verkefni, syngja, skipuleggja ferðir o.s.frv. og þar sem þeir starfa inn- an Góðtemplarareglunnar, sem er bindindishreyfing, eru þeir að sjálf- sögðu ótvíræðir bindindismenn. Nú hafði mér verið boðið í úti- legu með Haukum, sem er félag innan Riddaranna. Þeir ætluðu í útilegu ásamt barnastúkunni Fram- tíðardug (Fremad Fremtid) í Björg- vin en á milli þeirra er mikil sam- vinna. Það var því föstudag einn í nóv- ember að ég stóð ferðbúin og var að fara í skátaútilegu í Noregi. Ég hlakkaði mikið til að hitta norsku skátana og kynnast starfi þeirra. Ég hafði grafið upp skátabúninginn minn sem legið hafði samanbrot- inn í ferðatöskunni frá því ég kom til Noregs. Eins og flestir vita er ekkert eins gaman og að fara í úti- legu því að skátalíf er útilíf. Ég beið ásamt 70 öðrum eftir- væntingarfullum skátum úr Hauk- um og félögum úr Framtíðardug í biðskýli í Björgvin eftir bílnum sem átti að flytja okkur. Þetta var hópur af lífsglöðu ungu fólki, sumir að fara í fyrstu útilegu sína en aðrir voru örlítið lífsreyndari. Sumirvoru orðnir nokkuð óþreyjufullir að bíða og fannst rútan lengi á leiðinni. En loksins kom hún og færðist þá enn meira fjör í mannskapinn. Nú var gengið rösklega til verks. Þeir elstu tóku að sér að koma farangrinum fyrir en hinir áttu að koma sér fyrir í rútunni og gekk það fljótt og greiðlega. Þá var lagt af stað og ekið í u.þ.b. klukkustund að skálanum í Gríms- staðanesi. Þegar allir höfðu komið sér fyrir og kynnt sér staðhætti var sest að snæðingi enda flestir orðn- ir svangir. Eftir matinn var útilegan sett og haldin stutt kvöldvaka þar sem fólk fékk nasasjón af því sem koma skyldi. Laugardaginn tóku menn snemma og ekki var vandamál að fá fólk til að vakna. Þó höfðu þeir hörðustu aðeins sofið í 4 tíma. Morgunverður var framreiddur klukkan 8 og sáu röskir og dug- miklir krakkar um það. Allir fengu síðan verkefni miðað við aldur og það hve lengi hver og einn hafði verið með í starfinu. Eins og stundum gerist var skál- inn ekki alveg í fullkomnu lagi. Vantsdælan var biluð og þurfti að sækja allt vatn niður í kjallara. Þá var þar ekkert af þeim eldhúsáhöld- um sem áttu að vera á staðnum en það sakaði ekki því að einhverjir höfðu verið svo forsjálir að taka með sér það nauðsynlegasta. í útilegunni var margt gert og lært. Dagskráin varfjórþætt: 1. Að kynna sér starf „FORUT“ sem er þróunarhjálp Góðtemplara og hófst á Sri Lanka 1968. Nú er verið að hjálpa götubörnum í Ríó de Janeiró í Brasilíu. 2. Að kynna sér skaðsemi áfeng- is og annarra fíkniefna. 3. Að læra að hlaða bálköst. 4. Að læra hvernig nota á öxi. Hópnum var skipt í fernt og voru tveir hóparnir úti en hinir inni. Þeir sem voru inni fyrir hádegi voru úti 5 6 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.