Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1994, Page 23

Æskan - 01.05.1994, Page 23
ÉG ÍMYNDA MÉR Ég horfi á fuglana snerta hafsflötinn. Ég ímynda mér að þetta séu þínar varir aö kyssa mínar. Ég horfi á laufblöðin fjúka um göturnar. Eg ímynda mér að þetta séum ég og þú þeysandi um á mótorhjóli. Erna Þórey Björnsdóttir 14 ára. LÍTIL STÚLKA í BOSNÍU Þú ert lítil stúlka - og þú lékst þér á götunni þar til einn dag að þú heyrðir skotdrunurnar og sást mennina koma eftir götunni með byssurnar. Þú ert lítil stúlka svöng og blá í saggafullum kjallara - og leikur þér ekki lengur. Þórey Rósa Einarsdóttir 10 ára. OF SEINT Tár, eitt lítið tár rennur, rennur niður kinn mína, tár sorgarinnar. Foreldrar mínir eru dánir. Hér sit ég með sektarkennd yfir því að hafa ekki metið það sem fyrir mig var gert, aðeins tekið við án þess að þakka, fundist það sjálfsagt. Annað tár. Ég vildi að ég hefði þakkað þeim en nú er það tækifæri horfið. Halldóra Inga Ingileifsdóttir 1 3 ára. (Stúlkurnar fengu verblaun í Ijóöakeppninni í fyrra. Aldur miöast viö haustiö 1993).

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.