Æskan - 01.12.1994, Page 7
(Lag: Þann signaða dag vér sjáum enn).
Á jólunum syngja börnin best
meb blessubum engla rómi.
Á jólunum eru börnin best
og blíbust ab allra dómi.
Ájóiunum blessa börnin þann gest
sem er bjartari en sólarljómi.
Á jólunum loga Ijósin best
á lifandi trénu græna.
Ájólum sjá andans augu mest;
í upphimins dýrb þau mæna.
A jólunum krjúpa knéin flest
og klukkurnar hringja til bæna.
Á jólunum son sinn Gub oss gaf,
sú gjöfin var öllu dýrri.
Á stund þeirri fylltist haubur, haf
og himinn meb blessun nýrri
og loftib bar til vor óminn af
englanna lofgjörb skírri.
Ó, þú, sem myndar vib móburskaut
í moldinni lífsins kjarna,
vertu" okkar hjálp og vernd í þraut,
þú, vinurinn jarbarbarna.
Upplýstu allra bernsku braut,
þú, blessaba jólastjarna.
Ólína Andrésdóttir.
(Ólína var fróö sagnakona og hefur margt veriö prentaö
eftir henni í sagnasögnunum Cráskinnu og Rauöskinnu.
Ljóömœli eftir hana og Herdísi systur hennar voru gefin út
i 924 og 1930 (aukin útgáfa) og síöast 1982 (5. útgáfa).
Ólína var fœdd 1858 í Flatey á Breiöafiröi.
Hún átti heima í Reykjavík síöustu ár sín
og lést þar 1935).