Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1994, Blaðsíða 21

Æskan - 01.12.1994, Blaðsíða 21
PRINSINN STRÝKUR AD HEIMAN... Rætt við Helga Bachmann, níu ára rithöfund. Um svipað leyti og þetta blað berst lesendum í hendur kemur út lítil bók eftir ungan rithöfund. Hann heitir Helgi Bachmann og er nýorð- inn níu ára - var átta ára þegar hann samdi ævintýrið sem hann nefnir... Þegar Helgi hafði lokið við ævin- týrið seint í október tilkynnti hann móður sinni, Þórdísi Bachmann, að hann ætlaði að gefa það út í bók! Hún hafði samband við okkur hjá Æskunni og að ráði varð að við stæðum að útgáfunni. Ár læsis er fram undan. Okkur þótti vel við eiga að koma á framfæri ágætu verki eftir bráðungan pilt. Vonandi örvar það marga til að lesa og semja sögur og ævintýri. ÞULDI GRETTISSÖGU FYRIR MÖMMU Sjálfur hefur Helgi lesið mikið... „Mér þykja sögurnar um Elías eftir Auði Haralds skemmtilegastar. En ég hef líka mjög gaman af fræðslu- bókum, einkum um dýr. Ég hef lesið Heimsmetabók dýranna, Frumlífs- söguna, Spendýr, Heimur dýranna og Svona eru dýrin. Ég fylgist líka með þættinum Kló er falleg þín. Hann er einu sinni í viku um kattar- dýr og rándýr.“ - Þú hefur eflaust lesið einhver ævintýri? „Já, t.d. Tíu Grimmsævintýri, Dimmalimm, Konung Ijónanna og Fríðu og dýrið. Ég hef líka hlustað á Grettissögu. Kennarinn minn í ísaksskóla las hana fyrir okkur. Svo þuldi ég hana fyrir mömmu þegar ég kom heim.“ - En þú ert byrjaður í öðrum skóla... „Já, Hvassaleitisskóla." - Hvaða námsgrein þykir þér skemmtilegust? „Smíði. Ég er að smíða bakklóru núna.“ - Handritið kom á tölvudiski... „Ég lærði ritvinnslu í ísaksskóla og ritaði hana á tölvu. Það var dálítið seinlegt af því að ég hef ekki lært fingrasetningu." - Varstu búinn að semja söguna þegar þú settist við tölvuna? „Ég var eiginlega búinn og þó ekki. Um leið og ég leit á skjáinn fékk ég margar hugmyndir." - Um hvað er ævintýrið? „Það er um prins sem strýkur að heiman af því að hann er orðinn leið- ur á kóngalífinu." - Hefur þú samið eitthvað annað? „Nokkrar smásögur.“ - Langar þig til að verða rithöf- undur að aðalstarfi? „Nei, ég er ákveðinn í að verða kvikmyndagerðarmaður." ÞÁ FÆR MAÐUR AÐ VITA ALLT UM MOZART - Hvað gerir þú fleira í tómstund- um en að lesa og semja? „Ég fer oft í tölvuleiki. Mér finnst Tasmanía besti leikurinn. Hann er um skrýmsli sem er að leita að eggj- um. Það étur rauðan pipar, vatns- brúsa, sprengjur, bleikar mýs, fros- inn lax, mannætublóm og kalkún í einum bita! Leikirnir með broddgelt- inum Sonic eru líka góðir. Nú langar okkur til að kaupa tölvu til að skrifa á. Hún er með geisladrifi og alfræðiorðabók. Þá getur maður kallað fram nafnið Mozart og fengið að vita allt um manninn og heyrt tónlistina líka!“ - Finnst þér skemmtilegast að sitja við tölvuna og semja eða glíma við leiki? „Nei, mér finnst skemmtilegast að ganga um úti og tala við Bjarna vin minn, oftast um tölvuleiki. Stundum förum við í knattspyrnu. Það er líka gaman að safna pen- ingum.“ - Áttu stórt safn? „Nei, ég var að safna peningum til að geta gefið mömmu afmælisgjöf. Ég eyddi þeim öllum og meira en það þegar ég keypti fallegan kerta- stjaka handa henni.“ Ég þakka snjöllum snáða fyrir spjallið. Hann á eflaust eftir að koma oftar á óvart... Helgi hitti skjaldbökukarlinn Michaelangelo á Fiórída 1993. Æ S K A N 2 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.