Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1994, Qupperneq 45

Æskan - 01.12.1994, Qupperneq 45
POPPÞáTTURINN Umsjón: Jens Kr. Guðmundsson. UNUN ER ALVÖRUHLJÓMSVEIT - segir Þór Eldon. Hljómsveitin Unun átti einn vinaleg- asta og lífseigasta „smell“ sumarsins, Ég mun aldrei gleym’enni. Hún var ný- lega sett á fót af Þór Eldon, fyrrum gít- arleikarar Sykurmolanna, og dr. Gunna, farandsöngvara og fyrrum for- sprakka S-h draums og Bless. Við spurðum Þór um tilurð Unun- ar... „Við Gunnar höfðum þekkst lengi. Bróðir minn, Ari Eldon, var með hon- um í hljómsveitinni Bless og ég stjórn- aði upptöku á einni plötunni þeirra. S/h draumur hafði líka spilað með mér á tónleikum. Samstarf okkar í Unun kom því eins og af sjálfu sér. Ég átti mörg hálfsamin lög og var að leita að samstarfsmanni. Hann átti líka mikið af efni. Við ræddum um að líta á þetta saman og þannig varð hljómsveitin til.“ - Hvernig kom söngkonan Heiða Eiríksdóttir til sögunnar? „Við höfðum heyrt í henni með hljómsveitinni Texas Jesus úr Keflavík. Annars hafði hún lengst af starfað sem Heiða trúbador. Við Gunnar vorum á- kveðnir í því að syngja ekki sjálfir í Unun. Við vildum ekki að talað yrði um að dr. Gunni syngi með hljómsveit Þórs Eldons. Þess vegna leituðum við að söngkonu og fundum Heiðu.“ - Allir vita að Sykurmolarnir nutu heimsfrægðar og dr. Gunni er ein vin- Þór Eldon sælasta poppstjarnan í Finnlandi. Mun Unun reyna að færa sér þetta í nyt erlendis? „Það er rétt að dr. Gunni er miklu 35. hluti 1980 kom fjórða plata pönkfrumherj- anna í Clash á mark- að. Sama ár gerði Bubbi Morthens inn- rás í íslenska músík- heiminn. Sér til full- tingis hafði hann há- væra og þrótt- mikla blúsrokk- sveit, Utangarðs- menn. Áhlaupið var snöggt og heppnað- ist fullkomlega. Bubbi réðst harka- lega á metnaðarleys- ið og lognmolluna sem einkenndu ís- lenska dægur- lagamúsík allan síð- ari hluta áttunda áratug- arins. Aðallagið á fyrstu smáskífu Utan- garðsmanna hafði þennan boðskap að geyma: Ég er löggiltur hálfviti, hlusta á HLH og Brimkló. Ég er löggiltur öryrki, læt hafa mig að fífli... Bubbabyltingin kom dægurlaga- söngvurum í opna skjöldu. Þeir drógu sig í hlé meðan Utangarðsmenn hreiðr- uðu um sig í hásætum poppsins. I kjöl- farið spratt upp aragrúi unglinga- rokksveita sem lagði undir sig félags- heimili, skóla, skemmtistaði og plötu- markaðinn. Allir voru að springa af sköpunargleði og athafnaþrá. Frum- samdir textar og frumsamin lög leystu innflutta bulltexta við bandaríska sveitaslagara af hólmi. Utangarðsmenn. Bubbi lengst til hægri. Æ S K A N 4 S
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.