Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1994, Síða 65

Æskan - 01.12.1994, Síða 65
syngur bráðfallega. Afi og amma á Húsavík hafa verið í kórum, hún var í kirkjukór en hann er í karlakórnum Hreimi. Langafi syngur í karlakórnum Geysi á Akureyri. Mamma hefur verið að læra á pí- anó í fjögur ár, Jens bróðir minn, sext- án ára, er að læra á gítar og Brynjar bróðir lærði á trommur í eitt ár. Hann er níu ára.“ - Aðaláhugamál þín... „Söngur - og íþróttir. Ég æfi hand- knattleik með Þór á Akureyri." - Hvaða tónlist líkar þér best? „Ég hlusta mest á róleg lög, ballöð- ur, hipp hopp og diskó, en lítið á sin- fóníur og þungarokk.11 - Eftirlætissöngvari? „Whitney Houston." - Á hvaða dýrum hefur þú mestar mætur? „Hestum. Þeir eru yndisleg dýr. Nei, ég er samt enginn snillingur á hestbaki. Ég átti líka einu sinni páfagauk og kött sem mér þótti ósköp vænt um.“ - Framtíðaráform? „Að verða íþróttakennari eða snúa mér alveg að söngnum." HRÚTURINN ER ELSKUR AÐ DÝRUM... Jóna Björg Eðvarðsdóttir er fjórtán ára Reykvíkingur. Hún hefur áður tek- ið þátt í söngvarakeppni.. „Já, í „karaoke“-keppni félagsmið- stöðva. Ég vann þá í hópakeppni, við Hlíf Þorsteins vinkona mín sungum saman, - og sem einstaklingur í und- anúrslitum." - Hefur þú lært að syngja eða leika á hljóðfæri? „Ég lærði á blokkflautu í einn vetur en hef bara æft mig sjálf að syngja. Ég á „karaoke“-tæki sem ég get tengt við sjónvarp og fengið texta á skjáinn, auk undirleiks, en undanfarið hef ég mest leikið lög af gömlum plötum með Judy Garland, Frank Sinatra og Nat King Cole, líka af geisladiski með ýmsum gömlum, þekktum söngvur- um, og sungið þau.“ - Hver eru helstu áhugamál þín? „Ég hef mikinn áhuga á stjörnu- spám, aðallega um persónuleika fólks, og ævisögum gamalla stjarna, leik- og söngkvenna. Ég er nýbyrjuð að æfa blak og hef mjög gaman af því. Og svo er ég mikill dýravinur, flest allra dýra nema skordýra. Ég á núna naggrís og tvær kanínur og hef átt hest, páfagauk og kött. Ég hef haft brennandi áhuga á hestamennsku frá því að ég var lítil." - Þú ert af erlendu bergi brotin. Hve ung varstu þegar þú komst til ís- lands? „Ég var tæplega eins árs þegar for- eldrar mínir ættleiddu mig. Ég er frá Ankara í Tyrklandi. Um sama leyti komu líka þaðan Stella María Blöndal vinkona mín - hún er viku eldri en ég, við erum báðar í hrútsmerkinu - og strákur á svipuðu reki. Bróðir minn er einnig frá Tyrklandi. Hann var ekki nema eins eða tveggja mánaða þegar hann kom hingað. Hann heitir Gunnar Friðrik og er níu ára.“ - Hvað þykir þér skemmtilegast að læra? „Sögu og myndmennt." - Hvað langar þig til að starfa? „Ég er að hugsa um að byrja á sjúkraliðabraut en Ijúka stúdentsprófi og reyna að komast að sem flug- freyja. Svo blundar dálítið í mér að verða söngkona..." FÉLAGIÐ TTT Oddný Sævarsdóttir er ellefu ára og á heima á Egilsstöðum. - Þú sigraðir í keppninni suður á landi... „Já, við vorum í sumarleyfi og brugðum okkur á Selfoss. Mamma átti heima þar.“ - Hefur þú gaman af tónlist? „Já, þetta er sjötta árið mitt í fiðlu- námi í tónlistarskólanum hér. Ég á að fara að taka þriðja stig. Ég var líka í barnakór skólans og er núna í barna- kór kirkjunnar. Við syngjum oftast í sunnudagaskólanum." - Hefur þú alltaf átt heima á Egils- stöðum? „Nei. Ég er fædd hér og átti heima hér til fjögurra ára aldurs en þá fórum við til Noregs og dvöldumst þar í fjög- ur ár, að Kóngsbergi og á Kristjáns- sandi. Síðan fluttumst við aftur hing- að.“ - Hvernig fannst þér í Noregi? „Ofboðslega gaman.“ - Hvað var skemmtilegast? „Að læra tungumálið og kynnast því hvernig Norðmenn eru.“ - Eru þeir ekki líkir okkur? „Jú, að ýmsu leyti. En krakkarnir klæða sig öðruvísi en krakkar hér. Þeir eru ekkert að eltast við tískuna." - Heldur þú sambandi við einhverja sem þú kynntist þar? „Já, ég skrifast á við nokkrar stelp- ur. Við förum kannski þangað næsta sumar. Þá hitti ég þær líklega." - Önnur áhugamál en söngurinn... „Ég æfi fimleika með ungmennafé- laginu Hetti. Þetta er þriðji veturinn í þeim. Ég er líka í félagi sem heitir TTT: Tíu til tólf ára. Það er æskulýðsstarf á vegum kirkjunnar." - Áttu gæludýr? „Já, tólf fiska, glersugu-, gúran-, gúbbí-, sebra- og neon-fiska. Litli bróðir minn, Sævar Atli, á tvo. Hann er þriggja ára.“ í 1. tbl. 1995 verður birt viðtal við fjóra krakka sem syngja líka á geisla- disknum og ekki hefur enn verið rætt við: Birki Má, Katrínu Sif, Kristbjörgu Lilju og Valgerði. Æ S K A N 6 S

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.