Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1994, Blaðsíða 12

Æskan - 01.12.1994, Blaðsíða 12
MED HJARTAHLÝJUNA EINA... Þjóðleikhúsið sýnir leikritið Snæ- drottninguna í vetur fyrir yngstu kyn- slóðina. Að sjálfsögðu geta foreldr- ar, afar og ömmur notið þess líka eins og alls þess sem vel er gert fyrir börn. Leikritið er byggt á kunnu æv- intýri danska skáldsins H.C. Ander- sens. Æskan gaf ritsafn hans út í þremur bindum, fyrst 1971 og oft síðan enda er þetta vinsæla og vandaða verk góð gjöf. Ævintýrið fjallar um átök góðs og ills. Aðalpersónan, Gerða litla, heldur af stað til að leita að Kára vini sínum sem Snædrottningin hefur lokkað burt af heimili ömmu þeirra. Hún hefur hjartahlýjuna eina að vopni - en hún dugar raunar löngum best. Með hlutverk Gerðu og Kára fara ungir leikarar, Álfrún Helga Örnólfs- dóttir og Gunnlaugur Egilsson. Þau eru þó alls ekki óreynd því að þau hafa oft komið fram á sviði og í kvik- myndum. Okkur fannst tilvalið að taka þau tali... LEIÐIST EF EKKI ER MIKIÐ AÐ GERA Álfrún er 13 ára nemandi í Vestur- bæjarskóla, í 9. bekk... „Já, ég ætti að vera í 8. bekk eftir aldrinum. En ég fór í tíu ára bekk en ekki níu ára þegar ég kom úr ísaks- skóla. Þar byrjaði ég fimm ára.“ - Þú varst líka ung þegar þú steigst fyrst á svið í Þjóðleikhúsinu... „Já, ég var sjö ára þegar ég lék í Óvitunum." - Og fleiri leikrit fylgdu í kjölfarið... „Já, söngleikurinn Söngvaseiður og Emil í Kattholti. Við Aníta Briem Gunnlaugsdóttir skiptumst á að leika ídu. Tveir strákar fóru með hlutverk Emils.“ Gunnlaugur og Álfrún Helga lita i Ritsafn H.C. Andersens i heimsókn á skrifstofu Æskunnar. - í hvaða kvikmyndum hefur þú leikið? „Svo á jörðu sem á himni og Ráðagóðu stelpunni. Ég var líka í pínulitlu hlutverki í myndinni „Cold Fever“. Svo lék ég í kynningarmynd- bandi um iðnað, Lífi í tuskunum. Hún var tekin upp í Grandaskóla og einn bekkurinn þar, krakkar á svip- uðum aldri og ég, komu fram í henni. Líka Jóhann Ari Lárusson sem lék Emil á móti mér. Ráðagóða stelpan var tekin sum- arið 1993 en það er ekki farið að sýna hana enn.“ - Þú hefur verið nokkur ár í list- námi? „Ég hef verið að læra á píanó í fimm ár og er að byrja fjórða árið í ballett í Listdansskóla íslands. Ég er á æfingum þar sex sinnum í viku, alla daga nema sunnudaga. Við erum að æfa fyrir sýningu sem verð- ur í nóvember til styrktar íslenska dansflokknum. Ég hef farið í píanótíma tvisvar í viku en núna einu sinni. Ég æfi mig líka oftast á hverjum degi að spila en gat það ekki síðustu vikurnar fyrir sýninguna. Þá vorum við að æfa leikritið frá klukkan tíu á morgnana til klukkan fjögur á daginn og stund- um líka á kvöldin." - Er þetta ekki of mikið í einu? „Nei, nei. Mér finnst ekkert gaman ef lítið er að gera. Mér leiðist eigin- lega ef það er ekki rnikið!" - Þú gast ekki verið í skólanum í haust vegna æfinganna? „Nei, ég gat ekki setið í tímum en vinkona mín hringdi alltaf til mín og sagði mér hvað hefði verið sett fyrir og ég lærði það heima. Rabbi og mamma hjálpuðu mér þá ef ég skildi ekki allt.“ 12 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.