Æskan - 01.12.1994, Side 19
þeir gangi undir mismunandi nöfnum
eftir sveitum eöa séu fleiri en þrettán.
Þessi nöfn eru Kertasleikir, Pönnu-
sleikir, Pottaskefill, Hurðaskellir, Moð-
bingur, Hlöðustrangi, Móamangi, Flór-
sleikir, Þvengjaleysir, Pönnuskuggi,
Guttormur, Bandaleysir, Lampa-
skuggi, Klettaskora.
Hér eru þá komin 27 nöfn á jóla-
sveinum en a.m.k. fjögur þeirra, Kerta-
sleikir, Pottaskefi11, Bandaleysir og
Pönnuskuggi eru naumast annað en
afbrigði annarra. Er þá komið
skemmtilega nærri þeim fjölda sem
fæst ef hinar umdeildu tölur, 9 og 13,
eru lagðar saman. Verið gæti að um
væri að ræða tvo hópa af jólasveinum.
[ öðrum hópnum væru þá níu og lík-
legast að þeir ættu heima á Norður-
og Austurlandi en stærri hópurinn á
Vestur- og Suðurlandi. Talsverður
munur er á nöfnum mathákanna ann-
ars vegar og nöfnum eins og Moð-
bingur, Hlöðustrangi, Móamangi og
Klettaskora hins vegar. Ef reyna ætti
að skipta þeim í tvo hópa yrði að hafa
hliðsjón af þessu.
(í ritinu Sögu daganna eftir Árna
Björnsson þjóðháttafræðing er ýtarleg
frásögn um jólasveina. Hann segir að
fram hafi komið meira en 70 nöfn á
þeim! (Bls. 340-353)).
„JÖTNAR Á HÆD
Um útlit jólasveinanna fer fleirum en
tvennum sögum. Elsta heimildin,
Grýlukvæði Stefáns Ólafssonar, segir
að þeir séu „jötnar á hæð“. Jónas
Jónasson segir þá sögu frá Austur-
landi að „þeir séu að vísu í manns-
mynd nema þeir séu klofnir upp í
háls“. Fæturnir séu kringlóttir. Aðrir
hafa sagt að þeir væru klofstuttir en
búklangir og enn aðrir að þeir væru
tómur búkur niður úr.
Öllum ber um þetta leyti saman um
að þeir séu stórir, Ijótir og luralegir,
hversu svo sem þeir séu vaxnir. Þeir
eru í röndóttum fötum með stóra, gráa
húfu á höfði og hafa með sér gráan
poka. Önnur sögn segir þá hafa með
sér stóra kistu til að láta í óþæg börn
og guðlausa menn og er „illt að kom-
ast í kistu jólasveina".
Um og eftir síðustu aldamót munu
menn almennt hafa ímyndað sér þá í
mannsmynd þótt ekki væru þeir smá-
fríðir í andliti og klædda í gömul ís-
lensk bændaföt - líkt og þeir eru sýnd-
ir í bók Jóhannesar úr Kötlum, Jólin
koma. En þá er líka farið að telja þá
klædda í rauða skyrtu, grænar buxur,
bláa sokka og gula skó með rauð-
röndótta skotthúfu - eða í rauðar bux-
ur, hvíta kápu, bláa treyju og skotthúfu
og með skegg niður á tær. Eru þeir þá
teknir að líkjast frænda sínum, hinum
evrópska heilaga Nikulási, en í hans
gervi birtast þeir jafnan á jólatrés-
skemmtunum.
FARA AD MILDAST
Þegar líða tók á 19. öldina hafa þeir
eitthvað verið farnir að mildast en
lengi voru þeir þó vísir til að taka börn
sem hrinu mikið og voru óþæg, löt og
keipótt, eða a.m.k. að hrekkja þau.
Veit ég meira að segja um mann sem
fæddur er 1935 á Vestfjörðum að hon-
um þóttu jólsveinarnir í bernsku sinni
viðsjárverðir. En annars höfðu þeir á
síðari tímum það aðallega fyrir stafni
sem felst í nöfnum þeirra, Ketkrókur
hnuplaði kjötbitum, Pottasleikir laum-
aðist í skófirnar í pottinum o.s.frv. Svo
getur þeim öllum hætt við því að fara í
jólamatinn, einkum barnanna, og éta
hann eða skemma. Annars lifa þeir
mikið á Ijótum munnsöfnuði.
Með tilkomu mikilla jólagjafa á síð-
ustu áratugum hafa jólasveinarnir í
vaxandi mæli tekið að sér það hlutverk
að færa börnum og fullorðnum jóla-
gjafir. Munu þeir einkum hafa lært þá
iðju af frænda sínum, Sankti Kláusi
hinum ensk-ameríska.
Almennt er talið að jólasveinarnir
eigi heima uppi í fjöllum. Kemur hinn
fyrsti til byggða 13 dögum fyrir jól (eða
níu dögum ef þeir eru aðeins níu) og
síðan einn á dag, hinn síðasti á að-
fangadag. Hinn fyrsti fer svo burtu á
jóladag en hinn síðasti á þrettándan-
um.
Jólasveinn i Æskunni 1919 - farinn að iikjast þeim ensk/ameriska.
Æ S K A N 19