Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1994, Síða 29

Æskan - 01.12.1994, Síða 29
mér með prjónum. Tvö næstelstu systkinin voru líka í þessum skóla. En þetta var dýrara en að vera í al- mennum skóla svo að hin fóru þangað. Við vorum svo mörg. Ég var síðan við nám í Flensborg- arskóla og Menntaskólanum í Reykjavík." - Var kennsla í kaþólska skólan- um frábrugðin því sem tíðkaðist? „Skólahald var að nokkru öðru- vísi. Tveim bekkjum var kennt sam- an. Þar var miklu meiri agi en í öðr- um skólum og meira kennt í kristin- fræði. Ég er afskaplega þakklát fyrir þessi ár. Systurnar báru með sér menningu sem var mér framandi. Þær höfðu þroskað fegurðarskyn og umgengust blóm og annan gróður fallega. Ég er ekki síst þakklát fyrir að ég lærði að vinna í höndunum, til að mynda að sauma út. Það er enn ein aðferðin til að hafa ofan af fyrir sér. Mér finnst það ómetanlegt. Raunar tel ég að allt sem maður lærir komi manni einhvers staðar að gagni. Ég lék í leikritum bæði í kaþólska skólanum og menntaskól- anum. Það gerði mér löngu síðar mögulegt að semja leikrit. Ég lærði líka garðrækt af nunnun- um. Þær kenndu hana ekki en hún síaðist inn í mann af að fylgjast með þeim. Ég hef afskaplega gaman af henni. Á þeim árum var sú trú í Hafnarfirði að ekkert gæti þrifist þar vegna sjávarseltu. Ég fór ung að stunda garðrækt og þar eru falleg tré sem við stungum niður.“ - í þrem af bókum þínum, Sitji Guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni, segir þú frá stórri fjölskyldu. Eru þær um þig og fólkið þitt? „Nei, en ég styóst við það um- hverfi sem ég þekkti. Ég var að reyna að lýsa þessum undarlegu árum þegar ísland tók stökk inn í nútímann - og líka lífi sjómannsfjöl- skyldu. Um það höfðu fáar bækur verið samdar." „SAMDI OG LAS FYRIR KRAKK- ANA MÍNA“ - Hafðir þú átt þann draum að verða rithöfundur frá því að þú samdir söguna 13 ára? „Nei, ég hafði mestan áhuga á stjórnmálum og helgaði mig þeim auk heimilisins. Sagan um Jón Odd og Jón Bjarna var fyrst einungis til heimilisbrúks. Ég samdi staka kafla og las fyrir krakkana mína. Það var tilviljun að hún var gefin út. Lítil telpa, dóttir vinkonu minnar, Silju Aðal- steinsdóttur, kom í afmæli dóttur minnar og heyrði mig lesa kafla. Silja frétti af þessu. Hún sá þá um Morg- unstund barnanna í Ríkisútvarpinu og fékk mig til að láta sig hafa hand- ritið til að lesa þar. Síðan var það gefið út hjá lóunni og ég fékk Barna- bókaverðlaun Fræðsluráðs Reykja- víkur fyrir bókina 1974. Ég vil gjarna halda því á loft að það hvatti mig og hafði áhrif á framhaldið. Það er gaman að skrifa fyrir krakka. Þeir eru svo klókir, svo vitrir að þeir láta ekki plata sig.“ - Höfðuð þið fyrir venju að lesa fyrir krakkana? „Já, við lásum alltaf mikið fyrir þá þegar þeir voru litlir, fengum gjarna lánað á bókasöfnum. En mér þótti ýmsar bókanna illa samdar eða þýddar. Þess vegna fannst mér ég geta hvílt þá á slíkum lestri og sagt þeim sögur sjálf. Krakkar hlusta á allt. Þeim finnst fátt skemmtilegra en að vita að full- orðnir hafa líka gaman af því sem þeir lesa fyrir þá. Krakkarnir mínir létu það yfir sig ganga að hlusta en fundu stundum að ég var hundleið á sögunum. Ég ákvað því að semja sögur sem fullorðnum þætti gaman að og börn gætu líka lesið!“ „MAMMA, ÉG NÆ EKKI UPP í VASKINN!“ - Bókmenntafræðingur hefur sagt að rauði þráðurinn í bókum þínum sé réttindabarátta barna... „Já, mér þótti til að mynda sam- skipti barna og fullorðinna óeðlileg og byggjast mest á boðum og bönnum. Mérfinnst nær að fullorðnir virói og líti á börn sem manneskjur og umgangist þau með virðingu. Ég barðist í mörg ár fyrir að lögleidd yrðu ákvæði um umboðsmann sem gætti réttinda barna og nú er það orðið að veruleika. Ég man að ég fór í Norræna húsið með krakkana mína litla. Eitt þeirra fór inn á salerni en kom fram aftur og sagði: „Mamma, ég næ ekki upp í vaskinn!" Börn sjá sig iðulega ekki í spegl- um eða ná upp í dyrabjöllur. Hæðin er fyrir fullorðna. Þetta er líkt því sem háir fötluðum og gömlu fólki. Það eru þeir stóru, sterku og heilsugóðu sem allt er miðað við.“ - Hefur þú í hyggju að semja „full- orðinsbækur"? „Nei, ég ætla að halda áfram að skrifa bækur sem börn geta líka les- ið... Það eru nógu margir sem skrifa eingöngu fyrir fullorðna. Það sem er svo gaman við það að semja fyrir krakka er að mega alltaf vona að geta gefið þeim vænt- ingar um að lífið geti verið yndislegt Guðrún með barnabörnum sinum Æ S K A N 2 9

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.