Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1994, Side 48

Æskan - 01.12.1994, Side 48
FLÓTTAFÓLK FRÁ RÚANDA En gæfan var drengnum hliðholl. Nokkrum dögum síðar fundu starfs- menn Rauða krossins systur hans. hefja síðan skipulega leit að foreldr- um barnanna, systkinum eða ætt- mennum. Öllum upplýsingum er safnað saman í gagnabanka. Þetta er erfitt starf og oft árang- urslaust eins og Maríanna Csillag fulltrúi Rauða kross íslands komst að. Einn daginn þegar hún var stödd við landamærin fann hún tíu ára strák. Hann bað hana að hjálpa sér því að hann væri einn. Faðir hans hafði verið felldur í Rúanda en móðir hans var mikið veik og varð eftir þar. Hann hafði farið að landamærunum í fylgd systur sinnar en orðið viðskila við hana á leiðinni. Maríanna fór með hann á munaðarleysingjahæli sem Rauði krossinn rekur. Líkurnar á því að hann fyndi systur sína aftur voru taldar einn á móti 300.000. Hér er litill drengur með grautarskál. Maturinn er fábreyttur og algengast að fólk borði graut gerðan ur hveiti, oliu og örlitlu af sykri. í sumar flýði yfir ein milljón manna frá Rúanda til nágrannaríkisins Saír eftir blóðug átök Tutsi og Hutu þjóðflokkanna sem byggja Rú- anda. Flestir þessara flótta- manna eru nú í búðum þar sem þeir fá mat, hreint vatn, lyf, teppi og eitthvert skjól. Á flóttanum týndu tugir þúsunda barna foreldrum sínum og systkinum. Nú leitast stór hópur starfs- manna Rauða krossins við að sameina fjölskyldur á ný með því að skrá flótta- mennina Strákurinn, sem Marianna hjálpaði, búinn að finna systur sína.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.