Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1994, Side 4

Æskan - 01.12.1994, Side 4
SAGA JÓLANNA Þegar sólin lækkar á lofti og langir skuggar teygja sig eins og stórskor- in tröll um grundir og móa eða götur og garða finnst sumu fólki sem þungt farg sé því á herðar lagt. En einmitt þá boðar kirkjan komu Ijóss- ins. Einmitt þá förum við að vænta komu jólanna. Fæðing litla barnsins í Betlehem á hinum fyrstu jólum er einmitt sá Ijósgeisli sem gefur lífinu gildi. Þar kviknaði sá neisti sem varð að Ijósi heimsins. Sr. Valdimar Briem orðaði þetta vel í sínum alkunna jólasálmi: í dag er glatt í döprum hjörtum því Drottins Ijóma jól. í niðamyrkrum nætursvörtum upp náðar rennur sól. Er vetrar geisar stormur stríður þá stendur hjá oss friðarengill blíður og þegar Ijósið dagsins dvín oss Drottins birta kringum skín. Öll þekkjum við sögu jólanna, sem stendur skrifuð í guðspjalli Lúk- asar, um söng englanna á jólanótt þar sem hin mikla frétt um fæðingu frelsarans, Jesú Krists, var opin- beruð mönnum. Þar sjáum við fyrir okkur mynd af nokkrum fjárhirðum niðri á Betlehemsvöllum sem sátu þar við eld að nóttu og fylgdust með fé sínu í daufu skini stjarnanna. En skyndilega varð himinninn allur upp- Ijómaður og herskari engla lofaði Drottin í söng og flutti mönnum hinn gleðilega boðskap, frétt allra frétta, jákvæða, gleðilega og lýsandi: Yður er í dag frelsari fæddur sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og lagt íjötu. Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun yfir mönnunum. LJÓS HEIMSINS I þessum atburði eignaðist mann- kynið það Ijós og þann kærleika sem aldrei verða slökkt. Ljós heimsins mun áfram lýsa í myrkum heimi ó- friðar og þjáninga, veikinda, sorgar og einmanaleika. En spurningin er þessi: Viljum við taka við þessu Ijósi og láta það lýsa í lífi okkar? Ekki bara á jólum heldur alla daga, við leik og störf. Allt frá hinum fyrstu jólum hefur boðskapur englanna hljómað með mönnum. Og þeir sem við honum hafa tekið og rótfest hann í hjarta sínu hafa fundið í honum líf og frið og þeir vilja ekki sleppa því sem þeir hafa fundið. Allt þjóðfélag okkar hef- ur staðið á kristnum grunni í nær þúsund ár. Einnig má orða það svo að hin kristna trú sé bæði burðar- grind og hornsteinar íslenskrar menningar. Og nú spyrjum við okkur sjálf: Getum við hugsað okkur að missa þann kærleika sem líf íslensku þjóðarinnar byggist á? Getum við hugsað okkur að missa þann grunn sem skólakerfið, réttarfarið, trygg- ingakerfið og heilbrigðiskerfið hvíla á, svo að eitthvað sé nefnt? Getum við hugsað okkur að missa frá okkur helgi jólanna, gjafirnar og gleðina? Ég leyfi mér að fullyrða að enginn sá er höndlað hefur hina sönnu jóla- gleði vilji snúa við henni baki. Það er að vísu möguleiki að fjarlægja burð- arvirki og hornsteina þjóðfélagsins, þ.e. hina kristnu trú, og sjá svo til hversu lengi byggingin stendur. En viturlegt er það ekki eða ráðlegt. 4 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.