Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1994, Blaðsíða 65

Æskan - 01.12.1994, Blaðsíða 65
syngur bráðfallega. Afi og amma á Húsavík hafa verið í kórum, hún var í kirkjukór en hann er í karlakórnum Hreimi. Langafi syngur í karlakórnum Geysi á Akureyri. Mamma hefur verið að læra á pí- anó í fjögur ár, Jens bróðir minn, sext- án ára, er að læra á gítar og Brynjar bróðir lærði á trommur í eitt ár. Hann er níu ára.“ - Aðaláhugamál þín... „Söngur - og íþróttir. Ég æfi hand- knattleik með Þór á Akureyri." - Hvaða tónlist líkar þér best? „Ég hlusta mest á róleg lög, ballöð- ur, hipp hopp og diskó, en lítið á sin- fóníur og þungarokk.11 - Eftirlætissöngvari? „Whitney Houston." - Á hvaða dýrum hefur þú mestar mætur? „Hestum. Þeir eru yndisleg dýr. Nei, ég er samt enginn snillingur á hestbaki. Ég átti líka einu sinni páfagauk og kött sem mér þótti ósköp vænt um.“ - Framtíðaráform? „Að verða íþróttakennari eða snúa mér alveg að söngnum." HRÚTURINN ER ELSKUR AÐ DÝRUM... Jóna Björg Eðvarðsdóttir er fjórtán ára Reykvíkingur. Hún hefur áður tek- ið þátt í söngvarakeppni.. „Já, í „karaoke“-keppni félagsmið- stöðva. Ég vann þá í hópakeppni, við Hlíf Þorsteins vinkona mín sungum saman, - og sem einstaklingur í und- anúrslitum." - Hefur þú lært að syngja eða leika á hljóðfæri? „Ég lærði á blokkflautu í einn vetur en hef bara æft mig sjálf að syngja. Ég á „karaoke“-tæki sem ég get tengt við sjónvarp og fengið texta á skjáinn, auk undirleiks, en undanfarið hef ég mest leikið lög af gömlum plötum með Judy Garland, Frank Sinatra og Nat King Cole, líka af geisladiski með ýmsum gömlum, þekktum söngvur- um, og sungið þau.“ - Hver eru helstu áhugamál þín? „Ég hef mikinn áhuga á stjörnu- spám, aðallega um persónuleika fólks, og ævisögum gamalla stjarna, leik- og söngkvenna. Ég er nýbyrjuð að æfa blak og hef mjög gaman af því. Og svo er ég mikill dýravinur, flest allra dýra nema skordýra. Ég á núna naggrís og tvær kanínur og hef átt hest, páfagauk og kött. Ég hef haft brennandi áhuga á hestamennsku frá því að ég var lítil." - Þú ert af erlendu bergi brotin. Hve ung varstu þegar þú komst til ís- lands? „Ég var tæplega eins árs þegar for- eldrar mínir ættleiddu mig. Ég er frá Ankara í Tyrklandi. Um sama leyti komu líka þaðan Stella María Blöndal vinkona mín - hún er viku eldri en ég, við erum báðar í hrútsmerkinu - og strákur á svipuðu reki. Bróðir minn er einnig frá Tyrklandi. Hann var ekki nema eins eða tveggja mánaða þegar hann kom hingað. Hann heitir Gunnar Friðrik og er níu ára.“ - Hvað þykir þér skemmtilegast að læra? „Sögu og myndmennt." - Hvað langar þig til að starfa? „Ég er að hugsa um að byrja á sjúkraliðabraut en Ijúka stúdentsprófi og reyna að komast að sem flug- freyja. Svo blundar dálítið í mér að verða söngkona..." FÉLAGIÐ TTT Oddný Sævarsdóttir er ellefu ára og á heima á Egilsstöðum. - Þú sigraðir í keppninni suður á landi... „Já, við vorum í sumarleyfi og brugðum okkur á Selfoss. Mamma átti heima þar.“ - Hefur þú gaman af tónlist? „Já, þetta er sjötta árið mitt í fiðlu- námi í tónlistarskólanum hér. Ég á að fara að taka þriðja stig. Ég var líka í barnakór skólans og er núna í barna- kór kirkjunnar. Við syngjum oftast í sunnudagaskólanum." - Hefur þú alltaf átt heima á Egils- stöðum? „Nei. Ég er fædd hér og átti heima hér til fjögurra ára aldurs en þá fórum við til Noregs og dvöldumst þar í fjög- ur ár, að Kóngsbergi og á Kristjáns- sandi. Síðan fluttumst við aftur hing- að.“ - Hvernig fannst þér í Noregi? „Ofboðslega gaman.“ - Hvað var skemmtilegast? „Að læra tungumálið og kynnast því hvernig Norðmenn eru.“ - Eru þeir ekki líkir okkur? „Jú, að ýmsu leyti. En krakkarnir klæða sig öðruvísi en krakkar hér. Þeir eru ekkert að eltast við tískuna." - Heldur þú sambandi við einhverja sem þú kynntist þar? „Já, ég skrifast á við nokkrar stelp- ur. Við förum kannski þangað næsta sumar. Þá hitti ég þær líklega." - Önnur áhugamál en söngurinn... „Ég æfi fimleika með ungmennafé- laginu Hetti. Þetta er þriðji veturinn í þeim. Ég er líka í félagi sem heitir TTT: Tíu til tólf ára. Það er æskulýðsstarf á vegum kirkjunnar." - Áttu gæludýr? „Já, tólf fiska, glersugu-, gúran-, gúbbí-, sebra- og neon-fiska. Litli bróðir minn, Sævar Atli, á tvo. Hann er þriggja ára.“ í 1. tbl. 1995 verður birt viðtal við fjóra krakka sem syngja líka á geisla- disknum og ekki hefur enn verið rætt við: Birki Má, Katrínu Sif, Kristbjörgu Lilju og Valgerði. Æ S K A N 6 S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.