Æskan - 01.12.1994, Síða 45
POPPÞáTTURINN
Umsjón: Jens Kr. Guðmundsson.
UNUN ER ALVÖRUHLJÓMSVEIT
- segir Þór Eldon.
Hljómsveitin Unun átti einn vinaleg-
asta og lífseigasta „smell“ sumarsins,
Ég mun aldrei gleym’enni. Hún var ný-
lega sett á fót af Þór Eldon, fyrrum gít-
arleikarar Sykurmolanna, og dr.
Gunna, farandsöngvara og fyrrum for-
sprakka S-h draums og Bless.
Við spurðum Þór um tilurð Unun-
ar...
„Við Gunnar höfðum þekkst lengi.
Bróðir minn, Ari Eldon, var með hon-
um í hljómsveitinni Bless og ég stjórn-
aði upptöku á einni plötunni þeirra.
S/h draumur hafði líka spilað með mér
á tónleikum. Samstarf okkar í Unun
kom því eins og af sjálfu sér. Ég átti
mörg hálfsamin lög og var að leita að
samstarfsmanni. Hann átti líka mikið
af efni. Við ræddum um að líta á þetta
saman og þannig varð hljómsveitin
til.“
- Hvernig kom söngkonan Heiða
Eiríksdóttir til sögunnar?
„Við höfðum heyrt í henni með
hljómsveitinni Texas Jesus úr Keflavík.
Annars hafði hún lengst af starfað sem
Heiða trúbador. Við Gunnar vorum á-
kveðnir í því að syngja ekki sjálfir í
Unun. Við vildum ekki að talað yrði um
að dr. Gunni syngi með hljómsveit
Þórs Eldons. Þess vegna leituðum við
að söngkonu og fundum Heiðu.“
- Allir vita að Sykurmolarnir nutu
heimsfrægðar og dr. Gunni er ein vin-
Þór Eldon
sælasta poppstjarnan í Finnlandi.
Mun Unun reyna að færa sér þetta í
nyt erlendis?
„Það er rétt að dr. Gunni er miklu
35. hluti
1980 kom fjórða
plata pönkfrumherj-
anna í Clash á mark-
að. Sama ár gerði
Bubbi Morthens inn-
rás í íslenska músík-
heiminn. Sér til full-
tingis hafði hann há-
væra og þrótt-
mikla blúsrokk-
sveit, Utangarðs-
menn.
Áhlaupið var
snöggt og heppnað-
ist fullkomlega.
Bubbi réðst harka-
lega á metnaðarleys-
ið og lognmolluna
sem einkenndu ís-
lenska dægur-
lagamúsík allan síð-
ari hluta áttunda áratug-
arins. Aðallagið á
fyrstu smáskífu Utan-
garðsmanna hafði
þennan boðskap að
geyma:
Ég er löggiltur hálfviti,
hlusta á HLH og Brimkló.
Ég er löggiltur öryrki,
læt hafa mig að fífli...
Bubbabyltingin kom dægurlaga-
söngvurum í opna skjöldu. Þeir drógu
sig í hlé meðan Utangarðsmenn hreiðr-
uðu um sig í hásætum poppsins. I kjöl-
farið spratt upp aragrúi unglinga-
rokksveita sem lagði undir sig félags-
heimili, skóla, skemmtistaði og plötu-
markaðinn. Allir voru að springa af
sköpunargleði og athafnaþrá. Frum-
samdir textar og frumsamin lög leystu
innflutta bulltexta við bandaríska
sveitaslagara af hólmi.
Utangarðsmenn. Bubbi lengst til hægri.
Æ S K A N 4 S