Kyndill - 01.06.1932, Blaðsíða 6

Kyndill - 01.06.1932, Blaðsíða 6
Kyndill Skipun kjördæma par eru færðar gegn stefnu Alþýðuflokksins í kjör- dæmamálinu: að gera landið allt að einu kjördæmi. Áður en lengria er farið, skal það tekið fram, að i þessu máli einis og öðrum er það hagur þjóðarheildar- innar alirar, sem á að miða við. Ekkert annað sjónar-1 mið á rétt á sér. Og Sveinn Víkingur leggur líka mikla áherzlu á þetta. En jafnframt þessu teljum við jafnaðarmenn miklu skipta, að öllum kjósendum sé gert jafnhátt undir höfði, hvar sem þeir kunna að eiga sveitfesti, og að styrkur fiokkanna á alþingi sé í hlutfaili við kjörfylgi þeirra. Sé þessa ekki gætt, teljum við lýðræðið orðiið skopmynd eina. Nú er mér ekki kunnugt um að Framsókn neiti þessu afdxáttarlaust. En hún heldur því fram, að þjöðarheild- inni sé tjón að því, að stefna okkar jafnaðarmainna í þessu máli komist í fnamkvæmd. En ef lýðræðisfyrir- komulag er á annað borð heppilegt, þá liggur f áugum uppi, að sjálfsagt er að fr,am:kvæma hugsjón þess eins vel og unnt er. Og það er áreiðanlega ekki í samiræmi við hugsjón lýðræðisins, að hreinan mieárú hluta þing- manna eigi sá flokkur, sem ekki fær nema þriðjung atkvæða við kosningar. Gildar ástæður hljóta því að liggja til, ef svo mjög verður að þverbrjóta hugsjón lýðræðisins. Sex eru einkum mótbárur Framisóknar gegn stefnú Alþý'ðuflokksins um skipun kjördæma, auk ýmissa srnærri atriða, sem sum eru ekki eiinkennandi fyrir stefnu Alþýðuflokksins, heldur fyrirko'mulagsgailar, sem

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.