Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 48
46
Jarteiknir.
[Skírnir
reka naut yfir heiði. Menn á ferju, bátnum hvolfir. Karl
og kona með barn til skírnar, missa barnið á ísjaka. Guð-
mundur góði og félagar hans ríða yfir Lómagnúpsá: það
er svo sem engin saga, ekki lýst sköpuðum hlut, en þó er
hér niður árinnar eins og undirleikur og auðnarblær
sandsins yfir öllu.
Menn fara á ísi yfir á, ísinn brestur; hver þykist
sæll, sem kemst upp á skörina, en blessaður Þorlákur veit,
hve vænt ferðamanninum þykir um reiðskjótann, og bjarg-
ar honum. Og Guðmundur skilur vel ást bóndans á hund-
inum sínum. Rakki er nærri því höggvinn sundur, þegar
hann er að verja veitu húsbóndans, en hann lifnar við
aftur af vatni Guðmundar; svo nærri manninum stendur
hundurinn!
Eða komum heim á bæ. Þarna eru menn að glíma, og
fer einn úr liði. Þarna eru tveir að tefla kotru, sem er
óhræsisskemmtun; menn verða því æstari að halda áfram
sem þeir tapa meira fé, segir Arngrímur. Þarna er fólk
að mungátsgerð, og það er vandaverk; til allrar lukku
eru báðir, Jón og Þorlákur, vísir til aðstoðar. Og þá allt
það smáfólk, sem hér er og verður að hafa góðar gætur
á, svo að það fari sér ekki að voða, meiði sig ekki á hníf,
fari ekki of nærri eldinum, vari sig á grjóthruni úr klett-
inum ...
Svona rekur hver myndin aðra. Eða réttara sagt,
þetta eru ekki lengur myndir, heldur sýnir, sem við sjá-
um með eigin augum.
Ekki er rétt að gleyma kvenþjóðinni, sem jarteikna-
bækurnar bera gott vitni. Þær eru þarna við allskonar
störf, að vefa, breiða þvott til þerris, vinna að heyi, nytka
ær í seli, bera ketil heim úr hver. Að ógleymdum störfum
í eldhúsinu. Skemmtileg er saga frá Víðimýri um konur,.
sem fara til laugar að þvo þvott. Þorkatla heitir sú, sem
mest kemur við sögu. Veður hafði verið hart, frost og
þungfært. Þegar til laugar kemur, tekur Þorkatla af sér
skóna og leggur undir stein, fer síðan að þvo. Þá tekur
kona til orða: „Hrafn flýgr þar“. „Hvat er undir því?“