Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 68
66
Trú og vísindi.
[Skírnir
sem heitir „Vísindin og hinn ósýnilegi heimur“. Heldur
hann þar fram rétti trúarreynslunnar. í einu alkunnasta
riti sínu „The nature of the physical world“ (Eðli líkam-
lega heimsins) kemur hann að sama efni og segir m. a.:
„Vér vitum allir, að til eru þau svið mannsandans, sem
óbundin eru af þeim heimi, sem eðlisfræðin fjallar um. í
dularskynjun sköpunarverksins umhverfis oss, í verkum
listanna, í þránni eftir guði vex sálin upp á við og finn-
ur fullnað einhvers, sem gróðursett er í eðli hennar.
Löghelgun þessarar þróunar er í sjálfum oss, hvöt, sem
fædd er með vitund vorri eða innra ljós frá æðra valdi en
voru. Vísindin geta naumast rengt þessa löghelgun, því að
vísindaiðkanir spretta af hvöt, sem hugurinn er knúinn
til að fylgja, spurningu, sem heimtar svar. Jafnt í vís-
indaiðkunum sem í hinni dulrænu viðleitni andans bendir
Ijósið fram á við og eðlisstefna var svarar“.
Ef nú þeir menn, sem sjálfir eru höfuðskörungar vís-
indanna, mennirnir, sem færa út takmörk þeirra og ryðja
nýjar brautir, halda jafnframt fram rétti trúarreynslunn-
ar og telja hana opna oss leið að þeirri hálfu tilverunnar,
sem vísindin ná ekki til, þá er það næsta kátbroslegt, þeg-
ar hinir, sem aðeins hafa etið nokkur óþroskuð epli af
skilningstré vísindanna, prédika í þeirra nafni algert bind-
indi í trúarefnum og telja trúna skaðlega fyrir andlegan
þrifnað manna og þjóða. Þar með er ekki sagt, að taka
eigi gilt allt, sem haldið er fram í nafni trúarinnar. Skýr-
ingar á þeirri reynslu, er menn þykjast hafa af sambandi
sálarinnar við æðri heim eða við guð, eru auðvitað ekki
síður skeikular, nema fremur sé, en skýringar á því, sem
vér skynjum fyrir utan oss. Hér er aðeins haldið fram
réttinum til að færa sér trúarreynsluna í nyt og reyna að
skýra hana eftir eðli hennar eins og aðra reynslu.
í dæminu af kirkjusöngnum, sem eg tók í upphafi,
sáum vér, að vísindin fundu ekki annað en einkennileg-
ar hreyfingar. Kirkjugestirnir aftur á móti vissu sama
sem ekkert af þessum hreyfingum. Þeir lifðu 1 laginu og
sálminum, tónunum og orðum skáldsins. Það var fyrir