Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 114
112
Japan.
[Skírnir
að skrifa um hlutverk Japans í heiminum á líkan hátt og
þýzkir rithöfundar um Þjóðverja, á dögum Vilhjálms II.
Fjölda marga Japana, einkum hina yngri kynslóð, er
farið að dreyma stóra drauma um sameining Asíu, undir
forustu Japans. Þótt Japanar hafi fyrst og fremst snúið
sér að Kína, þá hafa þeir þó horft lengra vestur. Þannig
hafa þeir keppzt eftir því að ná vináttu Tyrkja og hafa
veitt Mustafa Kemal stór lán til járnbrautarlagninga og
annara mannvirkja. Hafa þeir keppt hér við Rússa, sem
mjög hafa sótzt eftir vinfengi Tyrkja.
Segja má, að í öllum Austurlöndum hafi Japan haft all-
mikinn undirróður í frammi gegn hvítum mönnum nú
upp á síðkastið. Stjórnin segir að vísu, að það sé allt verk
ábyrgðarlausra einstaklinga, en því er erfitt að trúa. Og
það því fremur, sem í Japan er fjöldi félaga, sem hefir
það markmið, að auka vald ríkisins út á við, og í þeim
eru margir háttsettir embættismenn.
Saga, uppeldi og lífsskoðanir Japana miða að því að
gera þá að landvinninga- og drottnunarþjóð, en hér kem-
ur líka annað til greina. Fjárhagslegar og landfræðilegar
ástæður hafa knúið þá til þess að auka ríki sitt, og þessar
ástæður hafa aldrei verið ríkari en einmitt nú á dögum.
Landþrengsli og fjölgun fólksins hefir nú um skeið ver-
ið eitt helzta áhyggjuefni japönsku stjórnarinnar. Seint
á síðustu öld hófust miklir útflutningar fólks úr land-
inu, og mætti ætla, að vegna sparsemi og iðjusemi stæðu
Japanar sérstaklega vel að vígi með að ryðja sér braut
í lítt byggðum löndum.
En einmitt þessir höfuðkostir Japana urðu hinn versti
þröskuldur í vegi fyrir útbreiðslu þeirra. Um flutning
til Norðurálfu og hitabeltislanda var ekki að tala, en stór-
kostlegur innflutningur Japana hófst til Bandaríkja
Norður-Ameríku, og var þeim í fyrstu vel tekið, en ekki
leið á löngu áður en raddir fóru að heyrast um það, að
þeir tækju vinnu frá innlendum verkamönnum, svo að
til vandræða horfði. Margir af helztu stjórnmálamönn-
um Bandaríkjanna risu einnig upp á móti innflutningi