Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 215
Skírnir]
Ritfregnir.
213
leiðum Leifs heppna og Þorfinns karlsefnis, leið Þorfinns karls-
efnis, Grænlandi og Eystri-byggð. Ýtarlegar ættaskrár eru og með
sögunum, en registur hið vandaðasta.
Eg hefi sannfrétt, að sala íslenzkra fornrita sé óvenjulega
góð hér á landi, og er það mjög gleðilegur vottur þess, hversu
r>k ítök sögur vorar eiga enn í þjóðinni. Mér er og kunnugt um
Það, að forseti Hins islenzka fornritafélags, Jón Ásbjörnsson
hæstaréttarmálflutningsmaður, og útgáfustjórinn, Sigurður Nor-
óal prófessor, hafa fullan hug á þvi, að auka hraðann á útgáfunni
sem mest, eftir að það hefir sýnt sig, hversu vel þjóðin hefir tek-
iö henni og beðið hvers bindis með eftirvæntingu.
Guðni Jónsson.
Hcmilía-bók (Icelandic sermons). Perg. 4to No. 15 in the
Royal Library, Stockholm. With an introduction by Fr. Paasche.
(Corpus codicum Islandicorum medii aevi, edited by Ejnar Munks-
ffaard, Vol. VIII.) Copenhagen 1935.
Ekki verður það með sanni sagt, að bókaútgefandinn dr.
Ejnar Munksgaard sitji auðum höndum. Auk fjölda rita um marg-
visleg efni, heldur hann áfram því starfi að gefa út ljósprentaða
eftirmynd af íslenzkum handritum. 1930 hóf hann hað verk með
Flateyjarbók, í fyrra kom út G. bindið. í hverju bindi hefir verio
handrit, sem að nokkru hefir verið merkilegt og ágætt, og má um
l að vísa til ritfregnanna í Skírni á undanförnum árum. f fyrra
varð fyrir valinu ein af elztu íslenzku skinnbókunum; hún er tal-
ln frá því um 1200 og hefir inni að halda safn af prédikunum.
Pylgir bókinni inngangur eftir norska vísindamanninn Fredrik
Paasche, sem er einhver fróðasti maður um rit norrænnar kristni
°S afstöðu þeirra til kirkjulegra bólcmennta miðaldanna.
í fyrstu málfræðisritgerðinni, þar sem einhver ókunnur
snillingur á 12. öld hefir skapað stafrof fyrir islenzka tungu, er
Setið um þau rit, sem hann þekkti til: lög, bækur Ara fróða og
helgar þýðingar. Þessar helgu þýðingar voru sögur heilagra manna
°S Prédikanir. Þessi vitnisburður kemur alveg heim við skinnhand-
nt þau, sem varðveitt eru; elzt þeirra eru einmitt prédikanir og
heilagra manna sögur, en þá lög, rímtöl o. þ. h. Og eitthvert merk-
asta handrit af helgum þýðingum er nú einmitt sú bók, sem hér er
Urn að ræða, Stokkhólms hómilíubók, sem svo hefir verið nefnd.
Ceymir hún, ásamt fáeinum öðrum handritum, elztu sýnishorn af
’slenzku sundurlausu máli, og auk þeirrar fræðslu, sem hún gefur
Urn hugsunarhátt íslenzkra klerka á fyrstu öldunum, er hún mjög
mei’kileg málsins vegna.
Fyrstu islenzku prédikanirnar hafa sjálfsagt verið mest-
1Tlegnis beinar þýðingar, en brátt fóru menn þó að semja nokkuð